Sala veiðileyfa 2022 og aðalfundur

Kæru félgar í SVFA.

Söluskrá félagsins er núna aðgengileg á eftirfarandi slóð HÉR.
Umsóknartímabil er frá 27.12.2021 til og með 21.1.2022
Félagsgjald verður að vera greitt til þess að umsókn teljist gild.
Stefnt er á að tilkynna um niðurstöðu úthlutunnar sunnudaginn 23. janúar.

Vinsamlegast farið inn á síðuna http://svfa.is/umsokn2022/ til þess að senda inn umsókn.

Um er að ræða sama fyrirkomulag og var viðhaft í fyrra við úthlutun leyfa.  Reglur má finna á eftirfarandi slóð. http://svfa.is/reglur/

AÐALFUNDUR
Fundurinn verður haldinn rafrænt þann 22. janúar kl. 13:00.
Sendið boð á netfangið bui.orlygsson@gmail.com til þess að fá boð á fundinn (TEAMS).

 

 

Related Images:

Félagsskírteini SVFA 2021

Félagsmenn SVFA veiða frítt í vötnunum í Svínadal skv. samningi sem félagið gerði við leigutaka svæðisins.

Til þess að geta auðkennt sig á veiðistað gáfum við út félagsskírteini sem auðvelt er að vista í símann og framvísa ef þess er óskað.

Ef þú hefur ekki fengið sent skírteini í tölvupósti er netfang þitt ekki til í félagsskránni, vinsamlegast sendið póst  á svfa.umsokn@gmail.com og við sendum þér skírteinið um hæl.

gleðilega páska og ánægjulegt veiðisumar!

Stjórn SVFA

Related Images:

Gleðilegt nýtt veiðiár!

Stjórn SVFA óskra félagsmönnum sínum gæfu og gengis á nýju ári. 

Söluskrá SVFA hefur verið póstlögð til félagsmanna og ætti að berast á fyrstu dögum nýs árs.  Söluskrána má einnig nálgast á meðfylgjandi slóð. PDF skrá.

Nýtt úthlutunarfyrirkomulag verður viðhaft í þetta skipti. Félagsmenn sem eru búnir að greiða félagsgjaldið geta sótt um leyfi fyrir komandi sumar.  Sækja um.

Related Images:

Laxveiðisumarið hafið!

Félagar í SVFA veiddu í Laxá í Leirársveit 17. og 18. júní. Það er talsvert síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni og fyrstu dagar veiðitímabilsins gengu ágætlega. Veiddu SVFA menn 3 laxa á Þjóðhátíðardaginn og 6 laxa þann 18. Allir komu þeir upp úr Laxfossi nema einn sem veiddist í Ljóninu. Meðfylgjandi mynd er af Ásgrími Kárasyni með 76 cm. hrygnu sem tók litla rauða keilutúbu í Laxfossi og var sleppt að myndatöku lokinni.

Related Images:

Söluskrá 2020 & Aðalfundur

SÖLUSKRÁ fyrir árið 2020 var póstlögð 18. des. til allra félagsmanna.

Einnig er hægt að sjá söluskrána hér.

AÐALFUNDUR 2020
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja,
Stjórn SVFA.

Related Images:

Félagsskírteini 2019

Félagsskírteini eiga nú að hafa borist öllum félagsmönnum.  Gegn framvísun þeirra geta félagsmenn veitt endurgjaldslaust í vötnunum í Svínadal: Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni. 

Ekki er ólíklegt að silungurinn sé farinn að taka grimmt núna eftir góða vordaga undanfarið.

Related Images:

Aðalfundur og söludagur 2019

Búið er að póstleggja til félagsmanna söluskrá 2019
Ákveðið var að hafa aðalfund og sölu leyfa á sama degi, laugardaginn 12. janúar.
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja, Stjórn SVFA.

 

Related Images:

Lokatölur Fáskrúð

Veiði í Fáskrúð lauk 30. september skv. venju.  Veiðin í sumar var 173 laxar sem er heldur minna en sl. ár. Júlí og ágúst þróuðust mjög álíka í sumar og undanfarin ár en nú var september slakari en oft áður.  

lokatolur_2018

Related Images: