Úthlutunarreglur SVFA fyrir árið 2024.
Dæmi um umsókn frá félagsmanni:
Fáskrúð
Fáskrúð – Aðalval | FÁSKRÚÐ (2) 63.000 2.-4. júl 252.000* |
Fáskrúð – aukaval 1 | FÁSKRÚÐ (2) 63.000 4.-6. júl 252.000* |
Fáskrúð – aukaval 2 | FÁSKRÚÐ (2) 68.500 8.-10. júl 272.000* |
Andakílsá
Andakílsá – Aðalval | ANDAKÍLSÁ (2) 147.000 31.júl-1.ág 310.500 |
Andakílsá – aukaval 1 | ANDAKÍLSÁ (2) 147.000 3.-4.ág 310.500 |
Andakílsá – aukaval 2 | ANDAKÍLSÁ (2) 139.700 18.-20. júlí 558.000* |
Ath. að það eykur ekki möguleika á útdrætti þótt sami félagsmaður sæki um sama hollið í aðalumsókn og varaumsókn – eða þá í fleiri en einni varaumsókn.
Viðkomandi getur líka sótt um í önnur svæði og hefur það ekki áhrif á úthlutun í Fáskrúð eða aðrar aðalumsóknir.
Verði fleiri en einn félagsmaður með aðalumsókn á tiltekið holl segjum 24. -26. júlí þá verður dregið á milli þeirra.
Sæki engin um tiltekið holl í aðalumsókn verður dregið á milli varaumsókna sem berast. Allar varaumsóknir #1, 2….5. eru jafngildar og dregið er á milli allra varaumsókna í hollið óháð númeri.
Ef félagsmaður er búinn að fá úthlutun á aðalumsókn á ákv. ársvæði, færist varaumsókn hans aftast í röðina þe. ef dregið er milli tveggja eða fleiri varaumsókna. Sama á við ef félagsmaður fær úthlutað á varaumsókn, færast aðrar varaumsóknir hans um sama veiðisvæði aftast í röðina.
Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel undanfarin ár og vonum að það falli áfram félagsmönnum í geð.
Lendi félagsmaður í vandræðum með að skila inn umsókn eða hefur spurningar um umsóknarferlið þá endilega hafið samband við stjórnarmann (símanúmer og tölvupóst er hægt að finna á síðunni). http://svfa.is/stjorn-og-nefndir/