Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa sumarið 2023.  Hér er hlekkur á söluskrána.

Félagsmenn SVFA hafa til og með 13. janúar að sækja um.  Hér er hlekkur á umsóknarsíðuna.

Einnig viljum við benda félagsmönnum á að aðalfundur SVFA sem verður haldinn 14. janúar 2023 kl: 12:00.  Fundarstaður er frístundarmiðstöðin Garðavellir, við golfvöllinn.
Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf, önnur mál.

Stjórn SVFA

Sala veiðileyfa 2022 og aðalfundur

Kæru félgar í SVFA.

Söluskrá félagsins er núna aðgengileg á eftirfarandi slóð HÉR.
Umsóknartímabil er frá 27.12.2021 til og með 21.1.2022
Félagsgjald verður að vera greitt til þess að umsókn teljist gild.
Stefnt er á að tilkynna um niðurstöðu úthlutunnar sunnudaginn 23. janúar.

Vinsamlegast farið inn á síðuna http://svfa.is/umsokn2022/ til þess að senda inn umsókn.

Um er að ræða sama fyrirkomulag og var viðhaft í fyrra við úthlutun leyfa.  Reglur má finna á eftirfarandi slóð. http://svfa.is/reglur/

AÐALFUNDUR
Fundurinn verður haldinn rafrænt þann 22. janúar kl. 13:00.
Sendið boð á netfangið bui.orlygsson@gmail.com til þess að fá boð á fundinn (TEAMS).

 

 

Félagsskírteini SVFA 2021

Félagsmenn SVFA veiða frítt í vötnunum í Svínadal skv. samningi sem félagið gerði við leigutaka svæðisins.

Til þess að geta auðkennt sig á veiðistað gáfum við út félagsskírteini sem auðvelt er að vista í símann og framvísa ef þess er óskað.

Ef þú hefur ekki fengið sent skírteini í tölvupósti er netfang þitt ekki til í félagsskránni, vinsamlegast sendið póst  á svfa.umsokn@gmail.com og við sendum þér skírteinið um hæl.

gleðilega páska og ánægjulegt veiðisumar!

Stjórn SVFA

Gleðilegt nýtt veiðiár!

Stjórn SVFA óskra félagsmönnum sínum gæfu og gengis á nýju ári. 

Söluskrá SVFA hefur verið póstlögð til félagsmanna og ætti að berast á fyrstu dögum nýs árs.  Söluskrána má einnig nálgast á meðfylgjandi slóð. PDF skrá.

Nýtt úthlutunarfyrirkomulag verður viðhaft í þetta skipti. Félagsmenn sem eru búnir að greiða félagsgjaldið geta sótt um leyfi fyrir komandi sumar.  Sækja um.

Laxveiðisumarið hafið!

Félagar í SVFA veiddu í Laxá í Leirársveit 17. og 18. júní. Það er talsvert síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni og fyrstu dagar veiðitímabilsins gengu ágætlega. Veiddu SVFA menn 3 laxa á Þjóðhátíðardaginn og 6 laxa þann 18. Allir komu þeir upp úr Laxfossi nema einn sem veiddist í Ljóninu. Meðfylgjandi mynd er af Ásgrími Kárasyni með 76 cm. hrygnu sem tók litla rauða keilutúbu í Laxfossi og var sleppt að myndatöku lokinni.

Söluskrá 2020 & Aðalfundur

SÖLUSKRÁ fyrir árið 2020 var póstlögð 18. des. til allra félagsmanna.

Einnig er hægt að sjá söluskrána hér.

AÐALFUNDUR 2020
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja,
Stjórn SVFA.

Félagsskírteini 2019

Félagsskírteini eiga nú að hafa borist öllum félagsmönnum.  Gegn framvísun þeirra geta félagsmenn veitt endurgjaldslaust í vötnunum í Svínadal: Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni. 

Ekki er ólíklegt að silungurinn sé farinn að taka grimmt núna eftir góða vordaga undanfarið.

Aðalfundur og söludagur 2019

Búið er að póstleggja til félagsmanna söluskrá 2019
Ákveðið var að hafa aðalfund og sölu leyfa á sama degi, laugardaginn 12. janúar.
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja, Stjórn SVFA.