Laxveiðisumarið hafið!

Félagar í SVFA veiddu í Laxá í Leirársveit 17. og 18. júní. Það er talsvert síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni og fyrstu dagar veiðitímabilsins gengu ágætlega. Veiddu SVFA menn 3 laxa á Þjóðhátíðardaginn og 6 laxa þann 18. Allir komu þeir upp úr Laxfossi nema einn sem veiddist í Ljóninu. Meðfylgjandi mynd er af Ásgrími Kárasyni með 76 cm. hrygnu sem tók litla rauða keilutúbu í Laxfossi og var sleppt að myndatöku lokinni.