Nýjar fréttir úr Fáskrúð.

Holl sem lauk veiðum fyrri part gærdagsins endaði í 4 löxum. Laxarnir fengust í Hellufljóti, Blesu og Hamarskvörn. Fáskrúð stendur núna í 18 löxum en veiðin virðist eitthvað vera að glæðast eftir heldur rólega byrjun. Veiðimenn binda nú vonir við næsta straum, að hann skili einhverju upp.

Gaman væri að fá fréttir frá þeim sem eru að ljúka veiðum í hvert skipti, hægt er að hringja eða senda SMS í síma 617-1724, nú eða senda tölvupóst á halldorf@tengi.is.