Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Fréttir úr Fáskrúð !

Fáskrúð virðist hafa hrokkið í gang við rigninguna undanfarna daga. Holl sem lauk veiðum í gær landaði 16 löxum, þar af 4 á flugu. Veiðin skiptis á Hellufljót, Eirkvörn, Neðri Barka og Efri Barka.

Hollið sem var á undan þessu landaði 18 löxum og þar af 9 á flugu.

Fáskrúð er nú komin í 91 lax.

Veiðikveðja

Fréttir úr Andakílsá

Rífandi stemning er í Andakílsá þessa dagana!  Nýjustu fréttir þaðan  eru þær að hún er komin í 156 laxa. Síðasta holl sem kláraði var með 25 laxa ! Greinilegt er að stórstreymi er að skila kraftmiklum göngum og hefur sést töluvert af fiski í helstu stöðum í ánni. Þess ber að geta að áin skilaði 109 löxum í fyrra, þannig að það stefnir í töluvert betra tímabil í ár.

Fréttir úr Fáskrúð.

Ágætu félagsmenn

Nýjustu fréttir úr Fáskrúð eru þær að hún er komin í 46 laxa. Aðstæður voru eins og annars staðar framan af í júlí, frekar vatnsmikið og kalt. Við vonum sannarlega að ágúst komi með einhvern kraft í þetta.

Þess ber einnig að geta að vegna tæknilegra vandamála höfum við ekki getað sett inn fréttir eins og til er ætlast, biðjumst við velvirðingar á því. Við munum reyna að koma með ferskar fréttir um leið og þær berast hverju sinni.

Veiðikveðja

Stjórn SVFA

 

 

 

Leiðrétting vegna könnunar

Ágæti félagi í SVFA.

Komið hefur í ljós að tengillinn sem gefinn var upp vegna spurningakönnunarinnar um stangaveiði var ekki réttur.

Hinn rétti er: http://felagsvisindastofnun.catglobe.com/Login.aspx?r=a82f13b7-8819-4683-941f-635bba451b0d&n=2

Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Félagsvísindastofnunar www.fel.hi.is og smella þar á Könnun stangaveiði á Íslandi.

Um leið og beðist er velvirðingar á þessu klúðri eru félagar í SVFA eindregið hvattir til að taka þátt í könnuninni þannig að niðurstöðu hennar verði sem áreiðanlegastar.

Frekari upplýsingar um könnunina má finna í meðfylgjandi bréfi.

Góðar kveðjur,

Sveinn Agnarsson Ármaður #647 og félagi nr. 822 í SVFR.

Könnun á stangaveiði á Íslandi

Ágætu félagsmenn

Háskóli Íslands stendur fyrir könnun á meðal stangaveiðimanna þessa dagana. Lesa má nánar um þetta í póstinum hér að neðan.

Hvetjum við félagsmenn okkar eindregið til að taka þátt í könnuninni.

Stjórn SVFA

 

ágæti stangaveiðimaður

Við óskum hér með eftir þátttöku þinni í alþjóðlegri könnun á stangaveiði með áherslu á laxveiði. Markmiðið með þessari könnun er að afla upplýsinga um stangaveiði á Íslandi, svosem þess hvað veiðimenn veiða mikið og hvar, hvaða agn þeir bera fyrir fiskinn og hvert viðhorf þeirra er til þess fyrirkomulags að veiða og sleppa.

Fyrsti hluti könnunarinnar snýr jafnt að silungsveiði sem laxveiði, en í öðrum hluta hennar er lögð sérstök áhersla á að kanna ítarlegar viðhorf stangaveiðimanna til ýmissa atriða varðandi laxveiðar. Í síðasta hluta könnunarinnar er síðan spurt um ýmis almenn atriði er varða kyn, aldur, fjölskyldustærð, menntun og tekjur.

Það tekur um það bil 20 mínútur að svara könnuninni. Við vonum að þú gefir þér tíma til þess þar sem þitt framlag skiptir miklu máli. Farið verður með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og niðurstöður birtar með þeim hætti að ekki verður hægt að rekja niðurstöður til einstakra svarenda. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um gagnaöflun og undirbúning gagna fyrir frekari vinnslu, en sjálf úrvinnslan verður er í höndum Háskóla Íslands og Norska háskólans í lífvísindum NMBU. Könnunin er unnin í samvinnu við stangaveiðifélög á landinu og munu niðurstöður verða kynntar félagsmönnum að rannsókninni lokinni.

Taka þátt í könnun

Til að taka þátt í könnuninni er smellt á eftirfarandi hlekk:

http://felagsvisindastofnun.catglobe.com/Login.aspx?r=a82f13b7-8819-4683-941f-635bba451b0d&n=1

Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Félagsvísindastofnunar www.fel.hi.is og smella þar á Könnun um stangaveiði á Íslandi.

Við vekjum athygli á því að ef þú gerir hlé á að svara könnuninni getur þú EKKI haldið áfram síðar þar sem frá var horfið.

Könnunin stendur til 9. júní en eftir þann tíma verður ekki hægt að taka þátt í henni. Það er þó engin ástæða til að draga fram á síðasta dag að taka þátt, heldur vinda sér beint í að svara spurningum könnunarinnar!

 

 

Flugukastnámskeið 24.maí

Kæru félagsmenn

SVFA stendur fyrir flugukastnámskeiði Sunnudaginn 24.maí, frá kl.15-18 í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, þar sem Guttormur P. Einarsson kemur til með að miðla reynslu sinni til ykkar félagsmanna. Gengið er inn um afgreiðslu sundlaugar.

Frítt er fyrir félagsmenn SVFA og börn þeirra upp að 18 ára aldri.

Skráning fer fram í tölvupósti á halldorf@tengi.is eða í síma 617-1724

Stjórn SVFA

 

Flugukastnámskeið frestast.

Af óviðráðanlegum orsökum frestast flugukastnámskeið sem vera átti nk. laugardag 9.maí að Jaðarsbökkum.  Ný tímasetning verður auglýst síðar í Póstinum og einnig hér á heimasíðu félagsins, þar sem einnig verður að finna upplýsingar um skráningu.

Stjórn SVFA

Fyrirlestur um Arnarvatnsheiðina

Ágætu félagsmenn

Snorri Jóhannesson frá Augastöðum í Hálsasveit og Bjarni Árnason frá Brennistöðum eru líklega manna fróðastir um Arnarvatnsheiðina. Heiðin býr yfir fjölmörgum áhugaverðum kostum fyrir veiðimenn og ætla þeir félagar að koma til okkar og fræða um vötn og veiðimöguleika á heiðinni. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 30.apríl kl.19:30 á Vitakaffi, Stillholti. Aðgangur er ókeypis. 

Viljum við hvetja félagsmenn og aðra áhugasama veiðiunnendur til að fjölmenna á þennan skemmtilega viðburð.

Veiðikveðja.

Stjórn SVFA