Nýr formaður SVFA

Á aðalfundi SVFA sem haldinn var 14. janúar að Garðavöllum var Viðar Engilbertsson kosinn nýr formaður félagsins.  Hann tekur við af Jónasi Geirssyni sem gengdi formennsku síðast liðið ár, en hann var einnig formaður fyrir um 20 árum síðan.  Jónas hverfur núna úr stjórn eftir um 30 ára stjórnarsetu fyrir félagið.  Honum eru færðar bestu þakkir fyrir sína þátttöku.  Bjarni Kristófersson var einnig kosinn inn í stjórn félagsins á aðalfundinum. 

Eftirspurn eftir veiðileyfum var góð, öll leyfi seldust í Andakílsá og fengu færri en vildu.  Góð sala var einnig í Fáskrúð, en eftirspurnin drefiðist ekki jafnt, margir á höttunum eftir sömu dögunum.   Það var til þess að 3 holl eru óseld eftir úthlutunina.  Þau leyfi má sjá hér: http://svfa.is/laus-veidileyfi/