Fréttir af aðalfundi og sölu veiðileyfa

Nú styttist heldur betur í að veiðisumarið hefjist.  Fyrstu veiðisvæðin verða opnuð 1. apríl og má búast við að spenningur byggist jafnt og þétt upp hjá veiðimönnum.  Veiðimenn eru alla jafna bjartsýnir að eðlisfari og búast eflaust flestir við betra veiðisumri en í fyrra.  Við vonum það besta.

Sala veiðileyfa sumarsins gekk ágætlega en við eigum enn óseld 3 holl í Fáskrúð og 1 dag í Andakílsá.  Leyfin sem um ræðir eru 2.-4. júlí, 4.-6. júlí og 28.-30. september í Fáskrúð og 20. september í Andakílsá.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna, bjarnikriss@simnet.is eða Skúla, skulibg51@gmail.com.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins í janúar s.l.  Nýr formaður er Bjarni Kristófersson sem tekur við af Viðari Engilbertssyni.  Viðar situr áfram í stjórn ásamt þeim Skúla Garðarssyni og Sigurði Sævarssyni og Jóhanni Guðmundssyni, sem kemur nýr inn í stjórnina.