Aðalsöludagur veiðileyfa laugardaginn 28. janúar 2012

Aðalsöludagur veiðileyfa var fór fram í dag, að venju var byrjað að draga um númer í Fáskrúð í Dölum og Andakílsá frá klukkan 11:00 – 12:00.

Að venju voru menn spenntir að fá að draga, vongóðir um að fá gott númer.

Frá klukkan 14:00 komu menn að velja sér veiðidag, þeir sem höfðu lægstu númerin höfðu forgang, ef þeir voru viðstaddir þegar númerin voru kölluð upp.

Gekk allt vel og þakkar stjórn Svfa félögum sínum fyrir  daginn.

Frá vinstri: Guðni Steinar Helgason, Birgir Guðnason og Pétur Óðinsson bíða spenntir í setustofunni eftir að fá að draga númer.

Frá vinstri: Skúli Garðarsson, Magni Ragnarsson, Halldór Fannar Halldórsson, Jónas Geirsson og Gunnar Jónsson.

Skúli Garðarsson, Magni Ragnarsson, Halldór Fannar Halldórsson, Sigurður Halldór Sævarsson og Axem M. Karlsson.

Búi Örlygsson formaður félagsins fer yfir reglurnar fyrir dráttinn.

Benedikt jónmundsson ríður á vaðið og hefur dráttinn.

Við borðið sitja frá vinstri: Karl Alfreðsson, Ásgrímur Kárason og Magni Ragnarsson.

Fyrir framan borð frá vinstri: Bjarni Kristófersson, Benedikt Jónmundsson, Ingólfur Þorbjörnsson og eiginkona hans.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *