Aðalfundur 2012

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness að Suðurgötu 108.

Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf, var kosið um nýjan formann.

Búi Örlygsson bauð sig einn fram og hlaut hann kosningu með öllum atkvæðum greiddum.

Fráfarandi formanni Hafsteinn Kjartanssyni sem hefur stýrt félaginu af eljusemi og myndarskap síðastliðinn 10 ár þökkum við mikið vel fyrir.

Einnig var Sigurður Halldór Sævarsson kosinn varamaður í stjórn fyrir Ásgrím Kárason sem hefur verið í stjórn félagsins vel á annan áratug og þökkum við honum einnig vel fyrir.

19. manns sóttu fundinn sem þykir ekki gott og greinilegt var að landsleikur í handbolta skaraðist á við fundinn.

Aðalfundargerð má sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.