Lausir dagar fyrir félagsmenn

UPPFÆRT 2.3.2016

Ágætu félagsmenn.

Eftirfarandi dagar eru lausir til umsóknar og verða afgreiddir þriðjudaginn 2. feb kl. 20:00 að Suðurgötu 108.   Þeir sem hafa áhuga á eftirfarndi dögum geta annað hvort sent tölvupóst í bui.orlygsson hjá gmail.com  eða komið í aðstöðu félagsins þann 2. feb. kl. 20:00.

Ef eitthvað verður enn óselt eftir 2. febrúar fara lausir dagar til sölu hjá veida.is

Andakílsá:
22. júní    2 stangir
26. júní    2 stangir
30. júní    2 stangir
20. sept.  2 stangir
28. sept.  2 stangir

Fáskrúð:   Allar stangir í Fáskrúð seldar sumarið 2016.
30.6-2.7       2 stangir  (opnunarholl)
24.7-26.7    3 stangir
26.7-28.7    3 stangir
28.7-30.7    3 stangir
12.9-14.9    2 stangir
14.9-16.9    2 stangir
22.9-24.9    2 stangir
24.9-26.9    2 stangir

 

Related Images:

Tilkynning um aðalfund og söludag 2016

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 að Suðurgötu 108.

Sala og úthlutun veiðileyfa verður laugardaginn 30. janúar einnig að Suðurgötu 108. Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag.

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20-21 verða óseld leyfi seld félagsmönnum í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagsmenn hafa einnig fengið senda tilkynningu og verðskrá í pósti.

Veiðikveðja,

Stjórnin

Related Images:

Nýr samningur um Fáskrúð

Það er ánægjulegt að tilkynna að gengið hefur verið frá nýjum samningi um Fáskrúð til þriggja ára við eigendur Glerárskóga eða til og með sumrinu 2018. SVFA hefur til ráðstöfunar helming veiðileyfa í ánni á móti SVFR.

Related Images:

Aflatölur úr Fáskrúð og Andakíl

Á hádegi í gær fengum við þær fréttir að Fáskrúð væri komin í 220 laxa. Holl sem þá lauk veiðum var með 13 laxa, sem sagt ennþá fínasti gangur í dölunum.

Við fengum einnig fréttir af Andakílsá í vikunni. Þar eru menn enn að slíta upp fiska þó eitthvað hafi örlítið hægt á því. Hún var þá komin í 301 lax.

Related Images:

Aflatölur úr Fáskrúð

Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær, landaði 18 löxum. Miklar veðrabreytingar voru á meðan þeir voru við veiðar og fengu veiðimenn sinn skerf af roki og rigningu. Rigningarnar undanfarið hafa hleypt miklu lífi í laxgegnd og er nú mikið af laxi að sjá á stöðum eins og Hellufljóti og Neðri barka, en einnig er laxinn vel dreifður á milli staða og töluverð hreyfing á honum.  Fáskrúð stendur nú í 177 löxum og enn er nóg eftir !!

Related Images:

Fréttir úr Fáskrúð !

Fáskrúð virðist hafa hrokkið í gang við rigninguna undanfarna daga. Holl sem lauk veiðum í gær landaði 16 löxum, þar af 4 á flugu. Veiðin skiptis á Hellufljót, Eirkvörn, Neðri Barka og Efri Barka.

Hollið sem var á undan þessu landaði 18 löxum og þar af 9 á flugu.

Fáskrúð er nú komin í 91 lax.

Veiðikveðja

Related Images:

Fréttir úr Andakílsá

Rífandi stemning er í Andakílsá þessa dagana!  Nýjustu fréttir þaðan  eru þær að hún er komin í 156 laxa. Síðasta holl sem kláraði var með 25 laxa ! Greinilegt er að stórstreymi er að skila kraftmiklum göngum og hefur sést töluvert af fiski í helstu stöðum í ánni. Þess ber að geta að áin skilaði 109 löxum í fyrra, þannig að það stefnir í töluvert betra tímabil í ár.

Related Images:

Fréttir úr Fáskrúð.

Ágætu félagsmenn

Nýjustu fréttir úr Fáskrúð eru þær að hún er komin í 46 laxa. Aðstæður voru eins og annars staðar framan af í júlí, frekar vatnsmikið og kalt. Við vonum sannarlega að ágúst komi með einhvern kraft í þetta.

Þess ber einnig að geta að vegna tæknilegra vandamála höfum við ekki getað sett inn fréttir eins og til er ætlast, biðjumst við velvirðingar á því. Við munum reyna að koma með ferskar fréttir um leið og þær berast hverju sinni.

Veiðikveðja

Stjórn SVFA

 

 

 

Related Images: