Tilkynning um aðalfund og söludag 2016

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 að Suðurgötu 108.

Sala og úthlutun veiðileyfa verður laugardaginn 30. janúar einnig að Suðurgötu 108. Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag.

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20-21 verða óseld leyfi seld félagsmönnum í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagsmenn hafa einnig fengið senda tilkynningu og verðskrá í pósti.

Veiðikveðja,

Stjórnin