Síðasti dagur umsókna um veiðileyfi er 16. janúar. Félagar hafa tíma til miðnættis til að senda inn umsóknir. Sótt er um hér á vefnum.
Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson
Aðalfundur SVFA 2025
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn að Garðvöllum (Golfskálanum) laugardaginn 18. janúar 2025 klukkan 12.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Related Images:
Svavar býður flugur til sölu
Svavar Garðarsson, félagi í SVFA, býður félagsmönnum að kaupa hjá sér flugur á kostakjörum. Svavar býður félagsmönnum að koma heim til sín að Skarðsbraut 17 miðvikudaginn 10., fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. apríl frá hádegi og fram á kvöld. Allar flugur verða á 250 kr. stk., bæði laxa- og silungaflugur.
Related Images:
Fréttir af aðalfundi og sölu veiðileyfa
Nú styttist heldur betur í að veiðisumarið hefjist. Fyrstu veiðisvæðin verða opnuð 1. apríl og má búast við að spenningur byggist jafnt og þétt upp hjá veiðimönnum. Veiðimenn eru alla jafna bjartsýnir að eðlisfari og búast eflaust flestir við betra veiðisumri en í fyrra. Við vonum það besta.
Sala veiðileyfa sumarsins gekk ágætlega en við eigum enn óseld 3 holl í Fáskrúð og 1 dag í Andakílsá. Leyfin sem um ræðir eru 2.-4. júlí, 4.-6. júlí og 28.-30. september í Fáskrúð og 20. september í Andakílsá. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna, bjarnikriss@simnet.is eða Skúla, skulibg51@gmail.com.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins í janúar s.l. Nýr formaður er Bjarni Kristófersson sem tekur við af Viðari Engilbertssyni. Viðar situr áfram í stjórn ásamt þeim Skúla Garðarssyni og Sigurði Sævarssyni og Jóhanni Guðmundssyni, sem kemur nýr inn í stjórnina.
Related Images:
Regnbogi er jafnvel meiri spellvirki en minkurinn
Félaginu hefur borist áríðandi tilkynning frá Landsambandi Stangaveiðifélaga og NASF.
Hjálögð er áfangaskýrsla um tilkynningar um regnbogasilung sem fundist hefur nýlega í ám og vötnum á Íslandi. Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist og sýna þær alveg svart á hvítu að verndarsvæðin virka alls ekki. Fiskurinn fer út um allt land.
Þessir fiskar eru mjög ágengir og eiga ekki heima í íslenskri náttúru. Þeir munu væntanlega valda sams konar skaða hér á landi og annars staðar í heiminum þar sem þeir hafa sloppið út í náttúruna. Hér eru hliðstæðar hættur og með innflutning og dreifingu á minkum á fjórða áratugum. Regnbogasilungur er sýnu verri, ef marka má reynslu annara þjóða. Þar hefur hann verið mikill smitberi á sýklum, sjúkdómsvaldandi efnum og óæskilegum snýkjudýrum, m.a. sjávarlús sem hvarvetna margfaldast í vistkerfinu. Sem betur fer er enn óvissa um það hvort regnboganum muni takast að að fjölga sér í náttúru Íslands vegna hrygningarmynsturs hans.
Útbreiðsla regnbogasilungsins vekur hins vegar upp mjög alvarlegar spurningar um það hvað muni gerast með lax sem sleppur úr fiskeldiskerjum. Því ef regnbogasilungurinn fer í allar ár eftir að hann sleppur er engin ástæða til að ætla annað en að laxinn geri það sama. Það hefur verið margsýnt fram á það að ekki er hægt að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr opnum sjókerjum og því er nánast tryggt að laxeldi í opnum sjókerjum muni valda óafturkræfum spjöllum á villtu laxastofnunum. Gangi áætlanir um stóraukið fiskeldi eftir gæti það því verið dauðadómur fyrir íslenska laxinn.
Vinsamlegast dreifið þessum upplýsingum og hjálpið okkur að finna allar þær ár og staði þar sem regnbogi kann að hafa fundist.
Bestu kveðjur,
Orri Vigfússon
formaður, NASF
Á meðfylgjandi mynd má sjá staðfesta dreifingu regnbogasilungs.
Related Images:
Fáskrúð í 62 laxa
Á hádegi þann 11. ágúst var Fáskrúð komin í 62 laxa. Þeir staðir sem hafa verið að gefa laxa eru flestir á efra svæði árinnar eða frá Viðbjóð og upp í Katlafossa. Síðan er það Hellufljót af neðra svæðinu. Af öðrum veiðistöðum er lítið að frétta í vatnsleysinu en líkt og víða um land háir það veiðum töluvert.
Related Images:
Fáskrúð komin í 36 laxa þann 18. júlí
Samkvæmt veiðimönnum sem luku veiðum á hádegi þann 18. júlí var búið að skrá 36 laxa í bókina í Fáskrúð.
Mest hefur komið á land úr Hellufljóti eða 12 laxar og þar næst á eftir 11 laxar úr Brúarstrengjunum. Aðrir veiðistaðir sem hafa verið að gefa laxa eru m.a. Katlafossar, Viðauki, Efri Strengur, Viðbjóður, Neðri Stapakvörn og Eirkvörn.
Veiðimenn voru sammála um að slangur af laxi sé vítt og breytt um ána en lítið minnkandi vatn og mikill hiti hefur áhrif á tökuviljann. Stærsti lax sumarsins til þessa kom á land í Katlafossum þann 17. júlí en það var glæsilegur 90cm hængur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu vikum því nú er stækkandi straumur sem færir veiðimönnum vonandi enn meiri skemmtun við árbakkann.
Related Images:
Fyrstu laxarnir komnir á land í Andakílsá
Fyrstu laxar sumarsins eru komnir á land í Andakílsá.
Tveir fyrstu laxarnir fengust þann 24. júní í Efri Fossbakkahyl. Daginn eftir landaði veiðimaður svo laxi og var það einnig í Efri Fossbakka. Að auki urðu veiðimenn varir við lax í Nátthagahyl og væna bleikju niður við gömlu brú.
Sannarlega spennandi tímar framundan í Kílnum.
Related Images:
RISE – Veiðisýning í Háskólabíó
RISE Veiðsýningin verður haldin í Háskólabíó næstkomandi fimmtudag (14.4)
Hún hefst með áhugaverðu málþingi kl.16.00, sem ber fyrirskriftina „Neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis, Verndum íslenska laxfiska“
Áætlað er að málþingi ljúki 18.30. Svo verða sýndar nokkrar stuttmyndir ásamt því að hin ýmsu fyrirtæki eru að kynna sína vöru.
Áhugasamir kynni sér meðfylgjandi hlekk http://www.icelandangling.is/veidisyningin
Related Images:
Jólakveðja
SVFA óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
Megi komandi ár verða ykkur farsælt og ekki síður fengsælt.
Stjórn S.V.F.A