Síðasti dagur umsókna um veiðileyfi er 16. janúar. Félagar hafa tíma til miðnættis til að senda inn umsóknir. Sótt er um hér á vefnum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað
Aðalfundur SVFA 2025
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn að Garðvöllum (Golfskálanum) laugardaginn 18. janúar 2025 klukkan 12.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Related Images:
Sala Veiðileyfa 2025
Kæri félagsmaður
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um veiðileyfi fyrir sumarið 2025
Hér er hlekkur á söluskrá 2025
Félagsmenn SVFA hafa til miðnættis 16. janúar 2025 að sækja um. Hér er hlekkur á umsóknarsíðuna.
Stefnt er að því að niðurstaða verði klár laugardaginn 18. janúar 2025.
Stjórn SVFA
Related Images:
Svavar býður flugur til sölu
Svavar Garðarsson, félagi í SVFA, býður félagsmönnum að kaupa hjá sér flugur á kostakjörum. Svavar býður félagsmönnum að koma heim til sín að Skarðsbraut 17 miðvikudaginn 10., fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. apríl frá hádegi og fram á kvöld. Allar flugur verða á 250 kr. stk., bæði laxa- og silungaflugur.
Related Images:
Fréttir af aðalfundi og sölu veiðileyfa
Nú styttist heldur betur í að veiðisumarið hefjist. Fyrstu veiðisvæðin verða opnuð 1. apríl og má búast við að spenningur byggist jafnt og þétt upp hjá veiðimönnum. Veiðimenn eru alla jafna bjartsýnir að eðlisfari og búast eflaust flestir við betra veiðisumri en í fyrra. Við vonum það besta.
Sala veiðileyfa sumarsins gekk ágætlega en við eigum enn óseld 3 holl í Fáskrúð og 1 dag í Andakílsá. Leyfin sem um ræðir eru 2.-4. júlí, 4.-6. júlí og 28.-30. september í Fáskrúð og 20. september í Andakílsá. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna, bjarnikriss@simnet.is eða Skúla, skulibg51@gmail.com.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins í janúar s.l. Nýr formaður er Bjarni Kristófersson sem tekur við af Viðari Engilbertssyni. Viðar situr áfram í stjórn ásamt þeim Skúla Garðarssyni og Sigurði Sævarssyni og Jóhanni Guðmundssyni, sem kemur nýr inn í stjórnina.
Related Images:
Opnað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa sumarið 2024.
Kæri félagsmaður!
Við erum aðeins fyrr á ferðinni heldur en mörg undanfarin ár.
Hér er hlekkur á söluskrána.
Félagsmenn SVFA hafa til kl. 12 á hádegi 30. desember að sækja um. Hér er hlekkur á umsóknarsíðuna.
Stefnt er að því að niðurstaða verði klár laugardaginn 30. desember.
Stjórn SVFA
Related Images:
Nýr formaður SVFA
Á aðalfundi SVFA sem haldinn var 14. janúar að Garðavöllum var Viðar Engilbertsson kosinn nýr formaður félagsins. Hann tekur við af Jónasi Geirssyni sem gengdi formennsku síðast liðið ár, en hann var einnig formaður fyrir um 20 árum síðan. Jónas hverfur núna úr stjórn eftir um 30 ára stjórnarsetu fyrir félagið. Honum eru færðar bestu þakkir fyrir sína þátttöku. Bjarni Kristófersson var einnig kosinn inn í stjórn félagsins á aðalfundinum.
Eftirspurn eftir veiðileyfum var góð, öll leyfi seldust í Andakílsá og fengu færri en vildu. Góð sala var einnig í Fáskrúð, en eftirspurnin drefiðist ekki jafnt, margir á höttunum eftir sömu dögunum. Það var til þess að 3 holl eru óseld eftir úthlutunina. Þau leyfi má sjá hér: http://svfa.is/laus-veidileyfi/
Related Images:
Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2023
Opnað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa sumarið 2023. Hér er hlekkur á söluskrána.
Félagsmenn SVFA hafa til og með 13. janúar að sækja um. Hér er hlekkur á umsóknarsíðuna.
Einnig viljum við benda félagsmönnum á að aðalfundur SVFA sem verður haldinn 14. janúar 2023 kl: 12:00. Fundarstaður er frístundarmiðstöðin Garðavellir, við golfvöllinn.
Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf, önnur mál.
Stjórn SVFA
Related Images:
Sala veiðileyfa 2022 og aðalfundur
Kæru félgar í SVFA.
Söluskrá félagsins er núna aðgengileg á eftirfarandi slóð HÉR.
Umsóknartímabil er frá 27.12.2021 til og með 21.1.2022
Félagsgjald verður að vera greitt til þess að umsókn teljist gild.
Stefnt er á að tilkynna um niðurstöðu úthlutunnar sunnudaginn 23. janúar.
Vinsamlegast farið inn á síðuna http://svfa.is/umsokn2022/ til þess að senda inn umsókn.
Um er að ræða sama fyrirkomulag og var viðhaft í fyrra við úthlutun leyfa. Reglur má finna á eftirfarandi slóð. http://svfa.is/reglur/
AÐALFUNDUR
Fundurinn verður haldinn rafrænt þann 22. janúar kl. 13:00.
Sendið boð á netfangið bui.orlygsson@gmail.com til þess að fá boð á fundinn (TEAMS).
Related Images:
Félagsskírteini SVFA 2021
Félagsmenn SVFA veiða frítt í vötnunum í Svínadal skv. samningi sem félagið gerði við leigutaka svæðisins.
Til þess að geta auðkennt sig á veiðistað gáfum við út félagsskírteini sem auðvelt er að vista í símann og framvísa ef þess er óskað.
Ef þú hefur ekki fengið sent skírteini í tölvupósti er netfang þitt ekki til í félagsskránni, vinsamlegast sendið póst á svfa.umsokn@gmail.com og við sendum þér skírteinið um hæl.
gleðilega páska og ánægjulegt veiðisumar!
Stjórn SVFA