Gleðilegt nýtt veiðiár!

Stjórn SVFA óskra félagsmönnum sínum gæfu og gengis á nýju ári. 

Söluskrá SVFA hefur verið póstlögð til félagsmanna og ætti að berast á fyrstu dögum nýs árs.  Söluskrána má einnig nálgast á meðfylgjandi slóð. PDF skrá.

Nýtt úthlutunarfyrirkomulag verður viðhaft í þetta skipti. Félagsmenn sem eru búnir að greiða félagsgjaldið geta sótt um leyfi fyrir komandi sumar.  Sækja um.

Related Images:

Laxveiðisumarið hafið!

Félagar í SVFA veiddu í Laxá í Leirársveit 17. og 18. júní. Það er talsvert síðan fyrstu laxarnir sáust í ánni og fyrstu dagar veiðitímabilsins gengu ágætlega. Veiddu SVFA menn 3 laxa á Þjóðhátíðardaginn og 6 laxa þann 18. Allir komu þeir upp úr Laxfossi nema einn sem veiddist í Ljóninu. Meðfylgjandi mynd er af Ásgrími Kárasyni með 76 cm. hrygnu sem tók litla rauða keilutúbu í Laxfossi og var sleppt að myndatöku lokinni.

Related Images:

Söluskrá 2020 & Aðalfundur

SÖLUSKRÁ fyrir árið 2020 var póstlögð 18. des. til allra félagsmanna.

Einnig er hægt að sjá söluskrána hér.

AÐALFUNDUR 2020
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja,
Stjórn SVFA.

Related Images:

Félagsskírteini 2019

Félagsskírteini eiga nú að hafa borist öllum félagsmönnum.  Gegn framvísun þeirra geta félagsmenn veitt endurgjaldslaust í vötnunum í Svínadal: Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni. 

Ekki er ólíklegt að silungurinn sé farinn að taka grimmt núna eftir góða vordaga undanfarið.

Related Images:

Aðalfundur og söludagur 2019

Búið er að póstleggja til félagsmanna söluskrá 2019
Ákveðið var að hafa aðalfund og sölu leyfa á sama degi, laugardaginn 12. janúar.
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.

kveðja, Stjórn SVFA.

 

Related Images:

Lokatölur Fáskrúð

Veiði í Fáskrúð lauk 30. september skv. venju.  Veiðin í sumar var 173 laxar sem er heldur minna en sl. ár. Júlí og ágúst þróuðust mjög álíka í sumar og undanfarin ár en nú var september slakari en oft áður.  

lokatolur_2018

Related Images:

Á hádegi 2. september

Veiðibókin í Fáskrúð var komin í 127 laxa á hádegi 2. sept. Haustrigningin um helgina skilaði sér í hærra vatnsyfirborði og fiskurinn viljugri að taka en dagana á undan.  Hollið sem kláraði veiðar í gær var með 9 laxa, 6 úr Efri streng, einn úr Neðri streng, Breiðunni og Hellu.  Talsvert var af fiski í Neðri barka á að giska voru sýnilegri 15-20 fiskar þar.  Einnig sáust fiskar í Neðstafljóti, Miðfljóti, Hellufljóti.  Mest var þó lífið efst í ánni frá Kötlum niður í Barka.  Kæmi ekki á óvart ef Efri strengur yrði veiðihæsti staðurinn í ár ef svo fer fram sem horfir. Lang oftast hefur Hellufljótið verið aflahæst og Laxhylur komið þar næst.

veidin_2_sept

 

Related Images:

Fáskrúð 19. ágúst

Veiðibókin í hádeginu 19. ágúst stóð í 93 löxum.  Skiptingu veiðinnar má sjá hér í töflunni fyrir neðan.  Þrátt fyrir votviðrasamt sumar hér á vesturlandi þá eru dragár eins og Fáskrúð fljótar að lækka í vatni þegar styttir upp.  Veiðimenn sem luku veiðium 19. ágúst sögðu að árin væri orðin ansi lítil og það hamlaði veiðinni.  Takan treg en talsvert er af fiski í ánni, sérstaklega í efri hlutanum.  „Katlafoss er pakkaður af fiski, einnig talsvert í Laxhyl, Neðri barka, Efri Streng og fleiri stöðum“ sagði einn veiðimanna sem var að koma úr Dölunum. Eins og svo oft áður þá er þörf á nýju vatni og það mun líklega hleypa lífi í ána.

veidin_19_ág

Related Images: