Umsóknir um veiðileyfi 2024

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan til þess að sækja um leyfi hjá félaginu fyrir komandi sumar.  Nánar má skoða úthlutunarreglur félagsins, eins og þær verða fyrir úthlutun 2024.  Slóðin er hér http://svfa.is/reglur/

Vinsamlegast athugið að einungis þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið geta sótt um veiðileyfi fyrir árið 2024.

Umsóknartímabilið er frá 10. desember til hádegis 30. desember 2023.

Þegar neðangreindri umsókn hefur verið skilað, fær félagsmaður staðfestingarpóst um að umsókn hafi verið móttekin. Stefnt er að því að niðurstaða verði ljós laugardaginn 30. desember nk.

Lendi félagsmaður í vandræðum með umsóknarferlið er sjálfsagt að hafa samband við stjórnarmann og fá leiðbeiningar eða útskýringar á ferlinu. 
Sjá: http://svfa.is/stjorn-og-nefndir/