Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

Fyrstu laxarnir komnir á land í Andakílsá

Andakilsa-24-6-2016-A

25. júní 2016 við Efri Fossbakkahyl

Fyrstu laxar sumarsins eru komnir á land í Andakílsá.

Tveir fyrstu laxarnir fengust þann 24. júní í Efri Fossbakkahyl. Daginn eftir landaði veiðimaður svo laxi og var það einnig í Efri Fossbakka. Að auki urðu veiðimenn varir við lax í Nátthagahyl og væna bleikju niður við gömlu brú.

Sannarlega spennandi tímar framundan í Kílnum.

Nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016

Veiðimaður með nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016

Kastnámskeiðið gekk vel

Kastnámskeiðið gekk vel og viljum við þakka leiðbeinandanum, Guttormi P Einarssyni, sérstaklega fyrir hans framlag.  Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. MYNDIR

IMG_2365

Flugukastnámskeið

auglýsin_kastnámskeiðSVFA stendur fyrir kastnámskeiði, sunnudaginn 29. maí kl. 16-19. íþróttahúsinu Jaðarsbökkum.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með stöng og tilheyrandi.

Fyrirkomulag kennslunar ræðst af fjölda og þekkingu þátttakenda.

Til þess að halda utan um fjölda eru áhugasamir beðnir um að senda póst um þátttöku á meðfylgjandi netfang: bui.orlygsson@gmail.com

kveðja, stjórn SVFA

RISE – Veiðisýning í Háskólabíó

RISE Veiðsýningin verður haldin í Háskólabíó næstkomandi fimmtudag (14.4)

Hún hefst með áhugaverðu málþingi kl.16.00, sem ber fyrirskriftina „Neikvæð umhverfisáhrif sjókvíaeldis, Verndum íslenska laxfiska“

Áætlað er að málþingi ljúki 18.30. Svo verða sýndar nokkrar stuttmyndir ásamt því að hin ýmsu fyrirtæki eru að kynna sína vöru.

Áhugasamir kynni sér meðfylgjandi hlekk   http://www.icelandangling.is/veidisyningin

 

 

Áhyggjur af auknu sjókvíaeldi laxfiska

Í Fréttablaðinu í dag (31.3.2016) birtist sameiginleg grein Landssambands stangaveiðifélaga sem SVFA á aðild að og Landssambandi veiðifélaga.

Tilefnið er fyrirhuguð stórsókn í sjókvíaeldi laxfiska við Íslandsstrendur.

Meðfylgjandi er hlekkur inn á greinina á síðu Landssambands stangaveiðifélaga.

GREIN

Silungasvæði Vatnsdalsár – leyfi

Í samstarfi við veiðifélagið Ármenn þá bjóðum við fimm stangir í holli á silungasvæði Vatnsdalsár 18.-21. júlí, ½ – 1 – 1 – ½ .  Stangarverðið er kr. 18.500-. dagurinn eða kr. 55.500.- stöngin í hollinu með gistingu. 10 stangir á svæðinu, gistipláss fyrir ríflega 20 þannig að auðvelt er að tvímenna á stöng ef menn kjósa.  Ath. einungis veitt á flugu.

Fyrirspurnir má senda á meðfylgjandi netfang

Vötnin í Svínadal

Líkt og undanfarin ár mun félagsmönnum SVFA standa til boða að veiða frítt í vötnunum þremur í Svínadal: Þórisstaðavatni, Eyrarvatni og Geitabergsvatni.

Börn upp að 18 ára aldri veiða frítt í fylgd með leyfishafa. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta sér þennan kost.
Veiðitímabilið er 1. apríl – 25. september.

Lausir dagar fyrir félagsmenn

UPPFÆRT 2.3.2016

Ágætu félagsmenn.

Eftirfarandi dagar eru lausir til umsóknar og verða afgreiddir þriðjudaginn 2. feb kl. 20:00 að Suðurgötu 108.   Þeir sem hafa áhuga á eftirfarndi dögum geta annað hvort sent tölvupóst í bui.orlygsson hjá gmail.com  eða komið í aðstöðu félagsins þann 2. feb. kl. 20:00.

Ef eitthvað verður enn óselt eftir 2. febrúar fara lausir dagar til sölu hjá veida.is

Andakílsá:
22. júní    2 stangir
26. júní    2 stangir
30. júní    2 stangir
20. sept.  2 stangir
28. sept.  2 stangir

Fáskrúð:   Allar stangir í Fáskrúð seldar sumarið 2016.
30.6-2.7       2 stangir  (opnunarholl)
24.7-26.7    3 stangir
26.7-28.7    3 stangir
28.7-30.7    3 stangir
12.9-14.9    2 stangir
14.9-16.9    2 stangir
22.9-24.9    2 stangir
24.9-26.9    2 stangir

 

Tilkynning um aðalfund og söludag 2016

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 að Suðurgötu 108.

Sala og úthlutun veiðileyfa verður laugardaginn 30. janúar einnig að Suðurgötu 108. Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag.

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20-21 verða óseld leyfi seld félagsmönnum í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagsmenn hafa einnig fengið senda tilkynningu og verðskrá í pósti.

Veiðikveðja,

Stjórnin

Nýr samningur um Fáskrúð

Það er ánægjulegt að tilkynna að gengið hefur verið frá nýjum samningi um Fáskrúð til þriggja ára við eigendur Glerárskóga eða til og með sumrinu 2018. SVFA hefur til ráðstöfunar helming veiðileyfa í ánni á móti SVFR.