Velkomin á heimasíðu Stangaveiðifélags Akraness.

Nokkuð er síðan að ákveðið var að koma á fót heimasíðu fyrir þetta aldna stangaveiðifélag.

Er henni ætlað að vera upplýsingaflæði fyrir félagsmenn um hvaðeina er snýr að félaginu en ekki sem almenn fréttaveita um veiðimál í landinu, nóg er um aðra í þeim málum og er hægt að nálgast þá í gegnum tengla á síðunni.

Stangaveiðifélag Akraness var stofnað fyrsta maí 1941 og er því orðið 66 ára á þessu ári. Á mörgu hefur gengið á þessum árum og munum við leitast við það á þessari síðu að færa sem flestar upplýsingar sem til eru um þau ársvæði og vötn sem félagið hefur verið með á leigu á þessum árum.

Þar sem öll vinna við svfa byggist upp á sjálboðavinnu þá tekur það væntanlega einhvern tíma að koma þeim upplýsingum inn.

Hafsteinn Kjartansson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.