Fáskrúð í 320 laxa 29. ágúst

Hollið sem var við veiðar dagana 27-29. ágúst og við sögðum frá hér fyrir helgi endaði í 15 veiddum löxum. Fáskrúð var þá komin í 320 laxa á hádegi þann 29. ágúst. Næsta skagavika við Fáskrúð verður 4-10. september.

Samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum veiddist vel í Neðri Barka og þá helst í Barkakýlinu sjálfu. Einnig veiddust laxar í Efri Streng, Neðri Streng, Hávaða, Hellufljóti og Rauðku en þar komu tveir laxar á land og þar af einn nýgenginn. Þrír laxar komu á flugu og var þeim sleppt.

Skemmtilegar myndir frá Bjarna Þór og félögum úr Fáskrúð.

Bjarni Þór Ólafsson með 6 punda lax úr Neðri Barka.

Bjarni Þór með 6 punda lax úr Neðri Barka í Fáskrúð.

Myndasyrpa frá Fáskrúð í Dölum 27-29. ágúst 2009 (Ljósm. frá Bjarna Þór Ólafs.)


Tveir vígalegir ! – Einar Árnason með 6 punda lax úr Börkunum

Siggi Sævars í glímu við 6 punda lax við Hellufljótið – Svört Frances klikkar ekki !

Laxinn hans Sigga við Hellufljótið – flottur hængur.

Siggi Sævars með einn nýgenginn við Rauðku.

Bjarni Þór búinn að landa einum úr Barkakýlinu.

Róbert Reynisson með silfraða hrygnu við Hellufljótið.

Related Images:

Nýjar fréttir af Fáskrúð

Hollið sem nú veiðir í Fáskrúð dagana 27-29. ágústfékk þrjá laxa fyrsta daginn. Tvo úr Neðri Streng og einn úr Rauðku. Við fengum sendar skemmtilegar myndir úr Dölunumfrá BjarnaÓlafssyniritarafélagsinssem sýnir veiðimenn meðaflann af fyrstu vaktinni. Fáskrúðvar komin í 305 laxa að kvöldi 27. ágúst.

Skagaholliðsem var við veiðar dagana 25-27. ágúst veiddi fjóra laxa. Tvo úr Ármótahyl, einn úr Neðri Streng og einn úr Neðri Brúarstreng.

Róbert Reynisson með tvo laxa, 4 og 5 punda við Neðri Streng 27. ágúst

Sigurður Sævarsson með 4 punda lax úr Rauðku 27. ágúst.

Related Images:

Skagavika í Dölunum

Fyrsta hollið af þremur í þessari skagaviku við Fáskrúð landaði 13 löxum og missti þar að auki 5 laxa. Alls komu 7 laxar á maðk og 6 á flugu. Vindasamt veður gerði veiðimönnum erfitt fyrir á köflum. Einum laxi var sleppt.

Tveir laxar veiddust í Viðauka en þar töpuðust einnig tveir. Einn veiddist í Laxhyl, fjórir í Efri Streng, tveir í Neðri Barka, einn í Viðbjóð, einn í Neðri Stapa, einn í Ármótastreng og einn í Hellufljóti. Margir laxana voru lúsugir og nýja laxa mátti sjá á nokkrum stöðum.

Vatnsbúskapur var þokkalega góður þegar veiðimenn hættu veiðum á hádegi 25. ágúst og stóð þá veiðibókin í 298 löxum.

Fáskrúð nálgast 300 laxa veiði.
Veiðimaður meðnýgenginn hæng úr Ármótastreng 24. ágúst (Ljósm. AMK)

Laxhylur gaf einungis einn lax og kom hann á fluguna, þar að auki tapaðist einn í löndun.

Nýgenginn við Ármótastreng.

Rétt eftir löndun við Ármótastreng að morgni 24. ágúst.

Einum laxi var landað við Hellufljótið. Rok gerði veiðimönnum erfitt fyrir á köflum.

Við Hellufljót.

Viðbjóður gaf einn lax á flugu og að auki tapaðist einn.

Með einn á í Laxhyl.

Viðauki gaf einn lax á flugu og einn á maðk, veiðimenn misstu svo að auki annað eins þar.

Með lax á flugu í Viðauka.

Efri Strengur gaf fjóra laxa.

Með flugulax úr Efri Streng.

Með lax í Neðri Barka.

Neðri Stapakvörn gaf einn lax á flugu.

Lúsugur fjörugur smálax.


Laxinum var sleppt að lokinni viðureign.

Related Images:

Eitt og annað af svæðum félagsins

Andakílsá er komin í 283 laxa samkvæmt veiðibók. Athygli vekur að tölur á vefsíðu angling.is segja 337 laxar fyrir nokkrum dögum en örugg tala er 283 laxar á hádegi í dag. Alls hafa 203 laxar fengist á flugu en 80 á maðk. Síðasta tveggja daga holl landaði einungis þremur löxum þar af engum í morgun 15. ágúst.

Skagahollin sem voru við veiðar í kílnum sitthvora dagana 9 – 11. ágúst lönduðu samtals 27 löxum og þar af kom 21 á flugu. Ung veiðikona af skaganum, Kristrún Lára Bjarnadóttir veiddi maríulaxinn sinn í veiðistaðnum Efri Fossbakkahyl 9. ágúst. Alls hafa 6 maríulaxar veiðst í Andakílsá á þessu tímabili.

Netveiðibók fyrir Andakílsá hefur verið uppfærð ásamt öðrum tölfræðiupplýsingum.

Netveiðibók fyrir Fáskrúð í Dölum er nú kominn á vefinn. Fáskrúð stóð í 231 löxum á hádegi þann 13. ágúst. Við bíðum frekari fregna af næstu skagahollum sem tóku við þar á eftir.

Laxá í Leirársveit hefur liðið langvarandi þurka að undanförnu en stóð samt í 494 löxum þann 12. ágúst. Dagar SVFA í Leirársveitinni eru 7 – 9. september.

Kristrún með maríulaxinn sinn

Kristrún Lára Bjarnadóttir 5 ára, með maríulaxinn sinn úr Andakílsá.

Related Images:

Fáskrúð komin í 228 laxa og er á góðu róli

 

Fáskrúð á góðu róli með 228 laxa veidda.

Í gær höfðu verið færðir til bókar 228 laxar við Fáskrúð. Skagahollið sem nú er við veiðar og kláraði þriðju og næst síðustu vakt sína í gærkvöldi hafði þegar henni var lokið landað 13 löxum. Fyrsta vaktin gaf 4 laxa og komu þeir úr Viðauka, Laxhyl, Viðbjóð og Rauðku en gaman er að geta þess að mjög langt er síðan lax fékkst í Rauðku síðast. Önnur vaktin gaf einnig fjóra laxa og komu þeir úr Neðri Stapa, Ármótum, Efri Streng og Stebbastreng. Þriðja vaktin gaf svo 5 laxa og komu þeir úr Neðri Streng, Efri Barka, Eirkvörn og tveir úr Laxhyl.

Það má því segja að lax sé víða að finna og t.a.m var laxinn sem veiddist í Efri Barka lúsugur frá sporði og upp fyrir haus. Einnig var lús að finna á löxunum úr Efri Streng, Viðbjóð og Ármótum.  Af þessum 13 löxum hafa 5 komið á flugu og hefur þeim öllum verið sleppt. Gott vatnsmagn er núna í Fáskrúð en þó tóku veiðimenn eftir töluverðum dagamun á vatninu þegar þeir héldu til veiða í gærmorgun.

 

Af 228 veiddum löxum í Fáskrúð hafa 179 veiðst á maðk, 38 á flugu og 11 eru óskráðir á agn. Af 38 flugulöxum hefur 18 verið sleppt aftur. Þá var 8 löxum sleppt í einu skagahollinu nú fyrir stuttu, þrem löxum í öðru fyrr í sumar og 5 löxum hefur verið sleppt á fyrstu þremur vöktunum hjá þeim sem nú eru við veiðar. Af þessu að dæma eru veiðimenn af skaganum þokkalega duglegir við að sleppa en betur má ef duga skal!

 

Fréttaritari var á staðnum í gær og fékk að fylgja þeim félögum Ingólfi og Kalla eftir eina vakt. Nokkrar myndir má sjá með því að smella á meira… Veiðibók fyrir árið 2009 er í vinnslu og fréttauppfærslu frá síðustu vakt þeirra félaga er að vænta í kvöld.

 

UPPFÆRT kl 20:00: Þá eru komnar nýjar fréttir úr dölunum. Fjórða og síðasta vaktin gaf þrjá laxa í morgun, sitthvor laxinn kom úr Eirkvörn og Laxhyl á maðk en síðan einn úr Neðri Stapa á flugu. Endaði hollið þá í 16 löxum. Alls 10 á maðk og 6 á flugu. Að sjálfsögðu var öllum flugulöxum sleppt að viðureignum loknum. Fáskrúð er þá komin í 231 lax og tímabilið tæplega hálfnað.

 

Mynd; Veiðifélagarnir Ingólfur og Karl landa einum silfruðum við Laxhyl 12. ágúst (Ljósm. AMK)

 

Fréttaritari hitti veiðimenn við Fáskrúð 12. ágúst og fékk að fylgja þeim eftir eina vakt. Við veiðar voru þeir Ingólfur og Karl ásamt Hafsteini og Heimi.

 

Efri Brúarstrengur fallegur í góðu vatni. (Ljósm. AMK)

Kalli sleppir einum við Laxhyl. (Ljósm. AMK)

Ingólfur kastar flugu á Laxhyl, þar var töluvert líf. (Ljósm. AMK)

Kastað á Efri Streng. (Ljósm. AMK)

Kalli búinn að setja í einn sem skvettir sér í Neðri Streng, þessum var landað stuttu síðar. (Ljósm. AMK)

Stebbastrengur gaf Hafsteini og Heimi lax um morguninn. (Ljósm. AMK)

 

Laxhylur er gjöfull. (Ljósm. AMK)

Ingólfur með hann á. (Ljósm. AMK)


Létt stöng fyrir línu fjögur og fluga nr. 14 …Er hægt
að b
iðja um það betra? 
(Ljósm. AMK)

Það var ekki leiðinlegt að sjá þann silfraða stökkva ítrekað á meðan glímt var við hann. (Ljósm. AMK)

 

Félagarnir tilbúnir að landa þeim silfraða. (Ljósm. AMK)

Frelsinu feginn fór laxinn aftur út í hylinn. (Ljósm. AMK)

Related Images:

Fáskrúð í Dölum – 20 laxar og 2 maríulaxar

Orri Jónsson og Telma Björk Helgadóttir með maríulaxana sína úr Fáskrúð

Við vorum að fá nýjar fréttir úr dölunum frá skagahollinu sem veiddi í Fáskrúð dagana 3 – 5. ágúst. Bjarni Kristófersson var við veiðar ásamt fjölskyldu sinni og lönduðu þau alls 20 löxum á stangirnar tvær. Löxum umfram kvóta var að sjálfsögðu sleppt en að sögn Bjarna var að finna lax á nokkrum stöðum. 

Eitthvað virtist laxinn þó vera að ganga inn því flestir þessara voru nýgengnir. Tveir maríulaxar komu síðan á land hjá ungu og efnilegu veiðifólki !

Fáskrúð var komin í 181 lax þegar Bjarni og fjölskylda hættu veiðum á hádegi þann 5. ágúst. Þetta er góð tala miðað við dagsetningu og spurning hvort að áin nái 433 laxa múrnum síðan í fyrra.

Fyrsti lax sumarsins úr hinu fornfræga Hellufljóti kom á land í þessu holli en virkaði utan þess afar dapurt að sjá. Í póstinum frá Bjarna veltir hann því upp hvað megi betur fara við þennan einn af betri veiðistöðum fyrri ára í Fáskrúð…


…Annars var ekkert að sjá í Hellufljótinu og gaman væri að finna einhverja lausn til að fá fiskinn til að stoppa þar.  Spurning hvort þrengja megi fyrir ofan til að mynda sterkari straum niður í fljótið.  Það væri gott ef menn færu að velta þessu fyrir sér….

Það er rétt að Hellufljótið má muna sinn fífil fegurri hvað aflatölur varðar en hér áður fyrr gaf staðurinn um þriðjung aflans úr Fáskrúð ár hvert. Veiðin var reyndar góð árið 2008, en ef fréttaritari man rétt þá hefur veiðin heilt yfir verið fremur léleg undanfarin ár í Hellunni. Hvað veldur þessari tregðu veit enginn, eða hvað ?

 

Mynd; Telma Björk Helgadóttir og Orri Jónsson með maríulaxana sína úr Fáskrúð í Dölum. (Ljósm. úr safni Bjarna Kristófers)

Related Images:

Andakílsá í 241 laxa og 15 punda lax á land !

Andakílsá hefur nú náð 241 laxa veiði og hefur flugan gefið flesta laxa eða 171 á móti 70 á maðk.

Júlímánuður gaf 207 laxa og það sem af er ágúst hafa 24 laxar verið færðir til bókar, 7 á flugu en 17 á maðk. 

Síðasta tveggja daga holl landaði 9 löxum á maðk og þar af einum dreka, 7.5 kg hæng úr Efri Fossbakkahyl.

 

 

Hægt er að sjá nýuppfærða veiðibók fyrir Andakílsá hér á vefnum.

Mynd; Nátthagahylur hefur gefið 53 laxa það sem af er sumri (Ljósm. AMK)

Related Images:

Andakílsá og Fáskrúð í Dölum

Andakílsá nálægt 200 laxa veiðiÁ hádegi í dag stóð Andakílsá í 186 veiddum löxum og nálgast óðum 200 laxa markið. Helgarhollið í kílnum landaði 13 löxum og hollið þar á undan var með 20 laxa. Veiðin hingað til skiptist þannig að 46 hafa komið á maðk en 140 á flugu. Af þessum 140 löxum hefur tveimur verið sleppt aftur. 

 

Veiðin er mest fengin úr stöðum þrjú, fjögur og sex en einnig hafa komið laxar úr eitt, ellefu og tólf eða Sleifarkvörnum eins og sá staður heitir.  Í kvörnunum hefur að vísu verið feikigóð veiði á köflum og hafa komið á land alls 21 laxar úr þeim veiðistað.

Aflahæsti dagurinn í kílnum var 17. júlí en þá fengu skagamenn sem voru við veiðar samtals 17 laxa og alla á flugu. Veiðin þann dag skiptist á Fossbakkahyl Efri með 12 laxa, veiðistaður Þrjú með 3 laxa og 2 laxar komu úr Nátthagahyl. Þetta var sömuleiðis aflahæsta tveggja daga hollið til þessa með 24 laxa veidda frá 16 til 18. júlí.

Þyngsti laxinn í kílnum veiddist þann 15. júlí í veiðistað Þrjú á fluguna Sunray Shadow, laxinn var hængur sem vóg 6.0 kg og var mældur 85 cm.

Silungasvæðið við Andakílsá hefur gefið 9 laxa það sem af er sumri. Þann fyrsta 27. júní og nú síðast þann 23. júlí. Skráðar bleikjur í veiðibók eru rúmlega 30 talsins og sterkasta agnið á svæðinu er án efa maðkur. Hægt er að kaupa silungadaga SVFA á veiðileyfavefnum www.leyfi.is

 

 

Fáskrúð í Dölum í 100 laxa veiði.Síðasta skagavika í Fáskrúð gaf að við teljum 35 laxa og var áin þá komin í rúmlega 100 laxa veiði nú fyrir helgi. Hollið sem veiddi frá 22 – 24. júlí fékk 12 laxa og hollið þar á undan fékk 15 laxa.

 

Að sögn veiðimanna sem voru í dölunum um miðja síðustu viku var laxinn byrjaður að bunka sig upp í Efri Brúarstreng og virkaði tregur til þess að ganga lengra upp ána þrátt fyrir að vatnsbúskapur hafi ennþá verið sæmilegur og ætti ekki að hamla göngum svo um munar.

 

Þyngsti laxinn til þessa veiddist í Miðfljóti á maðk þann 18. júlí og vóg 6.0 kg.

Mynd1; Kvöldsól við Fossbakkahyl Efri í Andakílsá (Ljósm. Maren Rut)
Mynd2; Veiðistaðurinn Viðbjóður við Fáskrúð í Dölum (Ljósm. Sigurþór Hólm
)

Related Images:

Andakílsá á góðu róli – Síðasta skagaholl með 24 laxa

Skagahollið sem var við veiðar í Andakílsá 16-18 júlí veiddi vel eða samtals 24 laxa. Veiðin skiptist niður á þrjá hefðbundna veiðistaði eða Þrjú, Fossabakka Efri og Nátthagahyl. Allir laxarnir fengust á flugu en veiðimenn settu í alls rúmlega 30 laxa. Mest kom upp úr Fossabakka efri eða veiðistað fjögur eins og hann er jafnan kallaður, þar fengust alls 15 laxar.

 

Frábært er að sjá hversu vel veiðist í byrjun tímabils í veiðistað fjögur eftir nokkur mjög léleg ár þar sem veiði var afar dapurleg í hylnum. Þessi fornfrægi veiðistaður virðist nú vera
að ná sínu gamla yfirbragði enda einn albesti veiðistaðurinn í ánni hér áður fyrr.

 

Vatnsmagn fer minkandi við Andakílsá og mat manna að mikil þörf sé á rigningum fljótlega. En þrátt fyrir þetta virðast skilyrðin bjóða upp á tökugleði og mikið líf. Það má því búast við sprengingu í aflatölum þegar það kemur rigning, ef hún kemur.

 

Mynd; Flugu kastað í Fossbakkahyl Efri (Ljósm. AMK)

Related Images:

Andakílsá í 100 laxa – 12 pundari á land í gær

 

12 pnda hængur úr AndakílsáAndakílsá hefur nú náð 100 laxa veiði eftir ágætis gengi undanfarna viku. Frá opnun hafa fengist 30 laxar á maðk en 70 laxar á flugu. Gefur þetta góða mynd af því hversu afbragðs fluguveiðistaði Andakílsá hefur upp á að bjóða og einfaldlega hversu sterkt agn flugan er á svæðinu umfram maðkinn.

Fréttaritari var við veiðar nú síðustu tvær vaktirnar í kílnum. Á þessu tveim vöktum komu á land 10 laxar, eða 5 á hvorri vakt. Alls fengust 7 á flugu og 3 á maðk. Veiðistaðir Þrjú, Fossbakkahylur Efri og Nátthagahylur gáfu allir laxa. Einn maríulax kom upp úr Nátthagahyl.

Að auki misstu veiðimenn 7 laxa, suma í löndun en aðra eftir snarpar og skemmtilegar viðureignir. Þeir veiðimenn sem veiddu í gærmorgun og fyrrakvöld misstu um 20 laxa samkvæmt gestabók í veiðihúsi. Nýr lax er að hellast inn og má því búast við að það verði gaman hjá næstu hollum og sömuleiðis góð veiði.

 

Einn 85 cm 12 punda hængur kom á land í gær en það telst einkum til tíðinda þar sem laxar um og yfir 8 pundum eru afar sjaldséðir á svæðinu. Laxinn rauk tvisvar á eftir flugunni hjá fréttaritara og negldi hana í síðara skiptið með látum. Laxinum var landað í gærkvöld við veiðistað Þrjú eftir vægast sagt rosalega viðureign. Veiðitæki voru nett stöng fyrir línu #6 og létt túpufluga. 

 

Nokkrar myndir frá því í gær og í dag má sjá hér fyrir neðan…

 

Mynd; Fallegur 85 cm hængur úr veiðistað Þrjú í Andakílsá (Ljósm. Heiðar Logi)

 

Tvær vaktir í Andakílsá 15 og 16. júlí 2009
 

Almar Geir landar maríulaxinum sínum við Nátthagahyl. (Ljósm. AMK)

 

Barátta við lax í veiðistað Þrjú, þessi slapp. (Ljósm. AMK)

 

Almar Geir við Nátthagahyl. (Ljósm. AMK)

 

Með stórlax á hinum endanum í miðri roku. (Ljósm. Heiðar Logi)

 

Öldugangur af þeim stóra (Ljósm. Heiðar Logi)

 

Stutt í löndun neðarlega í hylnum (Ljósm. Heiðar Logi)

 

Sæmilegur hængur kominn á land (Ljósm. Heiðar Logi)

 

Fallegur morgunafli við Nátthagahyl (Ljósm. AMK)

Related Images: