Samantekt – Fáskrúð í Dölum 2009

Veiðin í Fáskrúð var mjög góð í sumar og hljóðaði upp á 456 laxa sem er með því betra sem veiðst hefur á svæðinu frá upphafi.

Ef byrjað er á að skoða viku 1 hefur veiðin farið heldur rólega af stað og skilaði aðeins níu löxum á land. Laxarnir fengust þó nokkuð víða eða í stöðum eins og Tjaldkvörn, Hávaða, Eirkvörn, Efri Stapa, Viðbjóð, Efri Barka og Viðauka. Fyrsti laxinn í ánni veiddist í Efri Barka 1. júlí en staðurinn skilaði samt sem áður einungis þrem löxum á land í allt sumar.

Í viku 2 byrjuðu bæði Efri og Neðri Brúarstrengir að gefa góða summu af laxi en alls gáfu strengirnir tveir samtals 74 af 152 veiddum löxum í júlí. Efri Brúarstrengur gaf 59 laxa í júlí og Neðri Brúarstrengur gaf 15 laxa. Þriðji aflahæsti veiðistaðurinn í júlí var Leynir með 10 laxa, fjórði var Viðbjóður með 9 laxa og fimmti var Eirkvörn með alls 8 laxa.

Neðri Stapakvörn endaði sem þriðji aflahæsti staðurinn í ánni yfir sumarið en samt sem áður komu ekki nema 2 laxar þaðan í júlí. Strax fyrstu vikuna í ágúst fengust 9 laxar í Neðri Stapa og endaði mánuðurinn þar í 21 veiddum löxum. Í september skilaði staðurinn 24 löxum og alls 47 yfir mánuðina þrjá.

Í byrjun ágúst veiddist fyrsti laxinn í Hellufljóti sem verður að teljast mjög undarlegt. Hellan skilaði 15 löxum í sumar og endaði sem tíundi aflahæsti staðurinn í ánni.

Þriðju vikuna í ágúst gáfu Katlafossar 7 laxa og þar bættust við 2 laxar fyrir mánaðarlok. Katlafossar enduðu í sjötta sæti yfir sumarið með 20 laxa veiði.

Laxhylur gaf 8 laxa í júlí, 38 laxa í ágúst og 21 í september og endaði þar með sem aflahæsti staðurinn í sumar með 67 laxa. Neðri Barki kom sterkur inn í ágúst með 22 laxa veiði og endaði sem fjórði aflahæsti yfir sumarið með 44 laxa.

Fáskrúð í Dölum - Skipting vikna

Í september hélt Neðri Stapi áfram að gefa vel
og skráðir voru 13 laxar fyrstu vikuna þar. Veiðileysa gaf sinn fyrsta og eina lax í sumar að ra vikuna í september.

Miðfljótið gaf 9 laxa yfir tímabilið, fjóra í júlí og fimm í september. Neðstafljót náði sér aldrei á strik og veiddust aðeins tveir laxar þar í sumar.

Laxhylur, Efri Strengur, Neðri Stapi og Neðri Barki voru yfirburða veiðistaðir í september og enduðu í topp 5 ásamt Efri Brúarstreng yfir sumarið í heild.

Þeir staðir sem skiluðu ekki laxi í sumar voru Víðiker, Blesa, Skrúður, Gullkvörn og sem fyrr, Bakkastrengur.

Skipting vikna var þannig að fjórða vika tímabilsins var aflahæst með 60 laxa en fast á hæla hennar voru vikur þrjú og fimm með 54 og 58 laxa veiði. Vika eitt gaf minnst eða9 laxa og síðasta vikan, sú tólfta, gafnæst minnst í sumar eða einungis15 laxa.

Í töflunni hér að neðan má sjá ítarlega sundurliðun á veiðinni í einstaka veiðistöðum, í hverjum mánuði og viku fyrir sig:

Fáskrúð í Dölum - Veiðin 2009

Hér fyrir neðangefur að lítaaflahæstu veiðistaði og hvenær fyrst veiddist lax á hverjum stað:

Veitt og sleppt, skipting agns, þyngstu laxar ofl:

  • Alls veiddust í Fáskrúð 456 laxar – 120 á flugu, 6 á spón og 330 á maðk.
  • Fyrsti laxinn veiddist 1. júlí í Neðri Barka á maðk – Hrygna sem vigtaði 3.5 kg
  • Þyngsti laxinn veiddist 18. júlí í Miðfljóti á maðk – Hængur sem vigtaði 6.0 kg
  • Þyngsti flugulaxinn veiddist 12. september í Viðauka – Hrygna sem mæld var 80 cm og áætluð um 5.3 kg. Laxinum var sleppt.
  • Júlí: 152 laxar – 14 á flugu og 138 á maðk – 6 löxum var sleppt.
  • Ágúst: 171 laxar – 46 á flugu og 125 á maðk – 20 löxum var sleppt.
  • Sept: 133 laxar – 60 á flugu, 67 á maðk og 6 á spón – 32 löxum var sleppt.
  • Á veiðitímabilinu slepptu veiðimenn samkvæmt veiðibók 58 löxum. En flugulöxum var að vísu ekki eingöngu sleppt því að alls fengu 9 laxar af þessum 58 frelsið aftur eftir að hafa verið landað á maðk eða spón.
  • Ein Bleikja er skráð í veiðibók þann 21. ágúst í Hávaða og vigtaði hún 1.5 kg.

Efri Strengur skilaði 28 löxum á land í sumar.

Neðri Barki endaði í 44 löxum.

Neðri Barki endaði í 44 löxum.

Laxhylur var aflahæstur með 67 laxa.

Laxhylur var aflahæstur með 67 laxa.

Efri Brúarstrengur skilaði 62 löxum í bók.

Efri Brúarstrengur skilaði 62 löxum í bók.

Neðri Stapakvörn kom á óvart með 47 laxa veiði.

Neðri Stapakvörn kom á óvart með 47 laxa veiði.

Ljósmyndir;AMK – Ábendingar berist á tölvupósti hér

Related Images:

Frá aðalfundi Landssambands Stangaveiðifélaga

Aðalfundur LS 2009

Sextán manns sóttu aðalfund Landssambands Stangaveiðifélaga undir yfirskriftinni Framtíð LS og hlutverk þess fyrir Stangaveiðifélög.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn hjá okkur í SVFA á Akranesi síðastliðinn laugardag. Fyrr um morguninn fór fram formannafundur þar sem formenn allra aðildarfélaga áttu kost á að sitja lokaðann fund.

 

Um hefðbundinn aðalfund var að ræða og var m.a. farið yfir ársskýrslu stj
órnar og tilgang LS. Sambandið sem fyrst og fremst er starfrækt sem öflugur málsvari stangaveiðifélaga í landinu hafði á síðasta starfsári unnið að mörgum verkefnum sem snúa m.a. að samskiptum við opinbera aðila, stangaveiðifélög og hagsmunaaðila. Ásamt því hefur sambandið sinnt lögbundnum verkefnum og skemmtilegum átaksverkefnum s.s. fluguhnýtingakeppni og veiðidegi fjölskyldunnar.

Samþykkt var á fundinum að fresta kosningu til stjórnar og kosningu formanns til 19. nóvember næstkomandi. Sitjandi formaður er því enn um sinn okkar maður í Stangaveiðifélagi Akraness, Ingólfur Þorbjörnsson.

 

Samþykkt var ályktun LS um hugsanlega færslu Veiðimálastofnunar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis og er ályktunin birt hér að neðan.


Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga haldinn þann 17. október 2009 lýsir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum flutningum á forræði Veiðimálastofnunar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Með þessum flutningi myndi stefnt í hættu því góða samstarfi og samvinnu sem hagsmunaaðilar hafa átt við Veiðimálastofnun. Hér er sérstaklega horft til þess áherslumunar sem óneitanlega er  milli auðlindastjórnunar og umhverfisverndar. Aðalfundur LS leggur á það þunga áherslu að mikil ánægja er með hvernig Veiðimálastofnun hefur starfað og að starfsemi hennar verði ekki sett í uppnám. 


 

Mynd; Aðalfundur LS – Hans U. Ólason SVH, Reynir Þrastarson SVFR, Hafsteinn Kjartansson SVFA og Ingólfur Þorbjörnsson SVFA.

Related Images:

Myndir: Fáskrúð í Dölum – Stebbastrengur

Við birtum nú myndasyrpu sem við fengum senda fyrr í sumar frá veiðimönnum sem voru við veiðar í Fáskrúð dagana 11-13. ágúst.

Myndirnar sýna veiðimanninn Heimi Kristjánsson og son hans, glíma við lax í Stebbastreng frá einstaklega skemmtilegu sjónarhorni. Veiðifélagi Heimis í þessum túr var Hafsteinn Kjartansson og var hann staðsettur í hlíðinni fyrir ofan veiðistaðinn og tók myndirnar.

Myndasyrpuna frá þeim félögum má sjá í heild með því að smella á meira hér að neðan…

Félagsmenn jafnt sem aðrir eru hvattir til þess að senda vefnum myndir frá liðnum veiðitímabilum sem gaman væri að birta í vetur.

Myndasyrpa frá Fáskrúð í Dölum 11 – 13. ágúst 2009 – Stebbastrengur

Veiðim. Heimir Kristjánsson- Ljósm. Hafsteinn Kjartansson.

Fáskrúð í Dölum - Veiðar í Stebbastreng sumarið 2009

Related Images:

Veiði lokið í Fáskrúð í Dölum – 456 laxar á land

Veiði lauk á hádegi í dag við Fáskrúð í Dölum. Síðasta skagahollið landaði fjórum löxum við erfiðar aðstæður og mikið vatn.

Að sögn veiðimanna setti mikill kuldi strik í reikninginn við veiðiskap. Krapi var í ánni og sem dæmi má nefna að neysluvatnið var frosið í leiðslum langar leiðir. Veiðimenn fengu þrjá laxa á flugu, tvo á Breiðunni og einn í Laxhyl. Að auki fékkst einn lax á Toby í Neðri Barka.

Hljóðar þá lokatalan upp á 456 laxa sem er með því betra sem veiðst hefur í Fáskrúð í áraraðir. Ef skoðuð er sérstaklega veiði síðastliðinna níu ára eða á tímabilinu 2000 til 2008, má sjá að veiðin í sumar er sú besta af þeim, og vel yfir meðaltalinu sem eru 236 laxar.

Í veiðibókinni frá því í sumar má finna margt fróðlegt. Við höfum tekið saman nokkrar tölur hér að neðan.

  • Alls veiddust í Fáskrúð 456 laxar – 120 á flugu, 6 á spón og 330 á maðk.
  • Fyrsti laxinn veiddist 1. júlí í Neðri Barka á maðk – Hrygna sem vigtaði 3.5 kg
  • Þyngsti laxinn veiddist 18. júlí í Miðfljóti á maðk – Hængur sem vigtaði 6.0 kg
  • Þyngsti flugulaxinn veiddist 12. september í Viðauka – Hrygna sem mæld var 80 cm og áætluð um 5.3 kg. Laxinum var sleppt.
  • Júlí: 152 laxar – 14 á flugu og 138 á maðk – 6 löxum var sleppt.
  • Ágúst: 171 laxar – 46 á flugu og 125 á maðk – 20 löxum var sleppt.
  • Sept: 133 laxar – 60 á flugu, 67 á maðk og 6 á spón – 32 löxum var sleppt.
  • Á veiðitímabilinu slepptu veiðimenn samkvæmt veiðibók 58 löxum. En flugulöxum var að vísu ekki eingöngu sleppt því að alls fengu 9 laxar af þessum 58 frelsið aftur eftir að hafa verið landað á maðk eða spón.
  • Ein Bleikja er skráð í veiðibók þann 21. ágúst í Hávaða og vigtaði hún 1.5 kg.

Þyngsti flugulaxinn var 80 cm, 5.3 kg hrygna úr Viðauka.

Nýgengnir laxar voru að veiðast fram til 20. september.

Related Images:

Andakílsá stendur í 649 löxum og Fáskrúð með 452 laxa

Mjög góð veiði hefur verið undanfarnar þrjár vikur í Andakílsá. Skagaholl sem var við veiðar í gær, sunnudaginn 27. september landaði 22 löxum. Þar af fengust 20 á flugu og 2 á maðk. Mikið vatn er í kílnum og fengu veiðimenn 18 af þessum löxum frá Laugafljóti og niður undir beygju í veiðistað sem gjarnan er skráður númer 2,5.

Áin stendur þá í 649 löxum þegar enn eru tveir dagar eftir af veiðitímabilinu en veitt er út septembermánuð í kílnum. Sumarið 2008 veiddust 839 laxar á svæðinu og sló sú veiði rækilega út metveiðiárið 1975 þegar 321 laxar veiddust. Þetta er því annað besta veiðitímabilið sem nú er að ljúka í ánni frá upphafi skráninga.

Skagamenn hafa gert það mjög gott í kílnum og sem dæmi má nefna 11. september sem skilaði 33 löxum á land. Þann 15. september landaði skagahollið 30 löxum og hollið 27. september var með eins og áður segir 22 laxa. Á silungasvæðinu hafa verið skráðir til bókar 12 laxar í sumar en mjög lítið af bleikju. Mikið hefur hins vegar borið á flundru á svæðinu sem og í veiðibók.

Mikið vatn og töluverður kuldi setur mark sitt á veiðiskap í Fáskrúð þessa dagana en í gærkvöldi hafði áin náð 452 laxa veiði. Skagamenn loka nú ánni með síðasta holli sumarsins en tímabilinu lýkur miðvikudaginn 30. september.

Fluguveiði í Fáskrúð hefur aukist gríðarlega í sumar. Bara í septembermánuði hafa verið skráðir til bókar 57 laxar á flugu á móti 67 löxum á maðk og 5 löxum á spón. Af þessum 129 löxum sem skráðir hafa verið í september hefur 32 löxum verið sleppt. Sleppingar á löxum hafa aldrei verið jafn tíðar í Fáskrúð eins og á þessu veiðitímabili en betur má ef duga skal.

Ef við stiklum á stóru frá síðastliðinni viku í Fáskrúð þá vitum við að skagahollið sem veiddi frá 20 – 22. september landaði 9 löxum og slepptu veiðimenn þar af einni 3 kg hrygnu í Laxhyl. Þann 23. september á dögum SVFR veiddist svo ein 5 kg hrygna á Breiðunni sem því miður var drepin. Fimm laxar veiddust í skagahollinu 24. september, þar af þrír áætlaðir frá 3 – 4 kg í Laxhyl og var þeim öllum sleppt. Hinir tveir veiddust svo í Viðauka og Efri Streng á maðk. Reykjavíkurdagarnir 26 -28. september gáfu svo fimm laxa og þrír af þeim fengust á flugu. Einn í Neðri Barka á Sunray og tveir á Þýska Snældu í Jóku, af öllum stöðum. Öðrum laxinum þaðan var sleppt en það var 3 kg hrygna. Þann 27. september veiddust svo tveir laxar í Neðri Barka á maðk, þar af 5 kg hængur.

Netveiðibækurnar liggja sem fyrr niðri en við bindum vonir við það að birta í það minsta veiðibók fyrir Fáskrúð hér á vefnum áður en langt um líður.

Andakílsá í 649 laxa veiði - Laugarfljótið fullt af laxi

Veiðistaðurinn Laugafljót í Andakílsá – gríðarleg veiði hefur verið á þessum slóðum síðustu daga (Ljósm. AMK)

Neðri Stapakvörn hefur gefið vel í sumar

Veiðimaður kastar í Neðri Stapakvörn við Fáskrúð í Dölum 27. september – Stapinn hefur gefið vel í sumar. (Ljósm. AMK)

Related Images:

Fáskrúð í Dölum orðin betri en í fyrra með 433 laxa veiði

Ungur veiðimaður með lax á flugu í Efri Streng í Fáskrúð

 

Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær 20. september, náð 433 laxa veiði, sem er einum laxi meira en allt tímabilið í fyrra. Nú eiga fimm holl enn eftir að ljúka veiðum svo þessi tala á eflaust eftir að hækka.

 

Misskilningur hefur átt sér stað í sambandi við metveiðitölur úr Fáskrúð undanfarið. Nú vitum við að samkvæmt heimildum sem eru að finna í veiðibók á skrifstofu félagsins, er metveiði í Fáskrúð skráð 578 laxar frá árinu 1971, en ekki 464 laxar eins og áður hefur komið fram. Fáskrúð mun því ekki vera nálægt því að slá fyrra veiðimet að þessu sinni.

 

Veiðimaður með lax nr. 433 úr Fáskrúð veiddan í Ármótastreng.

 

Aðstæður til veiða hafa verið heldur erfiðar síðustu daga í Dölunum. Síðustu holl hafa verið að fá frá 5 löxum og upp í 13 laxa á stangirnar tvær.

Síðasta skagaholl sem veiddi frá 18-20. september landaði 13 löxum. Þar af 6 á maðk og 7 á flugu. Af þessum 13 löxum var 7 sleppt. Laxarnir fengust í Ármótastreng, Leyni, Neðri Stapa, Matarpollum, Neðri Barka, Efri Streng, Laxhyl og á Breiðunni.

Nokkuð hefur verið um það á haustdögum að veiðimenn veiði nýgengna laxa og ánægjulegt er að sjá að síðast eru skráðir lúsugir laxar þann 18. september úr Hamrakvörn.

 

 

Mynd1; Ungur veiðimaður þreytir lax á flugu í Efri Streng 19. september – laxinum var landað stuttu síðar. (Ljósm. AMK)

Mynd2; Veiðimaður með lax nr. 433 úr Fáskrúð – Veiddur á flugu í Ármótastreng þann 20. september. (Ljósm. KÓA)

Related Images:

Stórlax á land í Borgarfirði 16.sept

Nú í september veiddist tuttugu og eins punda hængur í Klapparfljóti í Þverá í Borgarfirði. Það væri ekki frásögu færandi á þessum vef nema fyrir þær sakir að sá sem veiddi laxinn var skagamaðurinn Jónas Geirsson, tannlæknir og stjórnarmaður í SVFA. Við höfum undir höndum myndir af laxinum sem við birtum nú hér á vefnum og leituðum við sömuleiðis eftir við
brögðum frá Jónasi sem sendi okkur nokkrar línur.

Laxinn var hængur og sleppt eftir 15 mín viðureign þar sem hann hreinsaði sig 3 sinnum og tók vænar rokur upp og niður hylinn. Reyndar var ég lengur að hressa hann við, áður en honum var sleppt, en að landa honum. Hann var mældur 102 cm og áætlaður 21 pund og veiddist í hinu víðfræga Klapparfljóti í Þverá í Borgarfirði, tók 1″ þýska snældu á flotlínu með sökkenda.

Myndasyrpa – Jónas Geirsson með 21 punda hæng viðKlapparfljót í Þverá í Borgarfirði.

Skagamaðurinn Jónas Geirsson með stórlax úr Þverá í Borgarfirði

Mynd; Veiðimaður með hænginn stóra sem veiddist í Klapparfljóti í Þverá í Borgarfirði.

Related Images:

Fáskrúð nálgast 400 laxa – síðasta holl með 15 laxa á flugu

Góður gangur hefur verið í Fáskrúð undanfarna daga. Síðasta skagavika 4 – 10. sept skilaði 34 löxum á land. NæstaRVK hollþar á eftir sem að vísu var eingönguskipað skagamönnum fékk 20 laxa. Áin er þá komin í 393 laxa og nálgast óðum lokatöluna frá því í fyrra 432 laxar.

Holl sem laukveiðum á hádegi í dag 12. september landaði eins og áður segir 20 löxum og misstu veiðimennþar að auki 5 laxa. Af þessum 20 löxum voru 5 teknir á maðk og 15 á flugu. Þessar tölur gefa góða mynd af því hversu sterkt agn flugan getur verið í Fáskrúð oft á tíðum. Alls slepptu veiðimenn11 af 20 veiddum löxum sínum sem verður að teljast mjög gott.

Lúsugir laxar voru að veiðast í Neðri Stapa og Neðri Barka. Ein 80 cm hrygna fékkst á flugu í Viðauka og var henni að sjálfsögðu sleppt. Sú hrygna er áætluð um 5.3 kg og ætti að gera gott gagn er hrygningartíminn gengur í garð, ef hún verður ennþá í ánni.

Mjög gott vatn er núna í Fáskrúð og nýjir laxar enn að gangainn svo það má búast við áframhaldandi góðri veiðinæstudaga.Veitt er í Fáskrúðtil 30. septemberog hvetjum við veiðimenn til þess að nota flugu og sleppa veiddum löxum.

Fáskrúð nálgast 400 laxa - 80 cm lax úr Viðauka

Veiðimaður með fallega 80 cm hrygnuveidda á flugu í Viðauka 12. september. (Ljósm. AMK)

Related Images:

Rólegt yfir Andakílsá

Fyrstu dagar septembermánaðar voru heldur rólegir við Andakílsá. Skagadagarnir 2 – 4. sept skiluðu aðeins nokkrum löxum á land. Að sögn veiðimanna var þó mikið líf á svæðinu og það sást töluvert af laxi á hefðbundnum veiðistöðum en laxinn tók illa. Vatnsmagn hefur undanfarna daga verið í lágmarki og aðstæður til veiða ekki upp á sitt besta.

Andakílsá var þann 2. september að skríða yfir 400 laxa og stefnir í góða lokatölu ef aðstæður til veiða glæðast.

Skagavika er nú í Fáskrúð frá 4 – 10. sept. Dagar félagsins við Laxá í Leirársveit eru 7 – 9. sept og næstu dagar við Andakílsá eru 10 og 11. september. Við óskum eftir stórum sem smáum fréttaskotum frá félagsmönnum og öðrum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins.

Andakílsá í 400 laxa

Við Nátthagahyl í Andakílsá.

Related Images:

Síðustu dagar ágústmánaðar við Andakílsá

Ágætis gangur er á veiðum í Andakílsá. Við fengum fréttir frá veiðimönnum sem voru við veiðar dagana 23 – 25. ágúst og lönduðu þeir 25 löxum. Þar af komu 23 á flugu sem verður að teljast mjög gott og sýnir enn og aftur hversu sterkt agn flugan er fram yfir maðkinn í kílnum.

Hollin sem veiddu sitthvora skagadagana 25-27. ágúst skiluðu samtals 20 löxum á land.

Andakílsá nálgast nú óðum 400 laxa múrinn og má fastlega búast við því að áinfari í 500 laxa áður en tímabilið er á enda. Til gamans má geta að meðalveiði síðustu 8 ára við Andakílsá eru 280 laxar.

Við fáum í hendurnar ítarlegar fréttir af Andakílsá eftir næstu Skagadaga sem eru 2 – 4. september.

Heiðar Logi Sigtryggsson með fallegan hæng við veiðistað Þrjú í Andakílsá 25-27. ágúst.

Related Images: