Veiðin í Fáskrúð var mjög góð í sumar og hljóðaði upp á 456 laxa sem er með því betra sem veiðst hefur á svæðinu frá upphafi.
Ef byrjað er á að skoða viku 1 hefur veiðin farið heldur rólega af stað og skilaði aðeins níu löxum á land. Laxarnir fengust þó nokkuð víða eða í stöðum eins og Tjaldkvörn, Hávaða, Eirkvörn, Efri Stapa, Viðbjóð, Efri Barka og Viðauka. Fyrsti laxinn í ánni veiddist í Efri Barka 1. júlí en staðurinn skilaði samt sem áður einungis þrem löxum á land í allt sumar.
Í viku 2 byrjuðu bæði Efri og Neðri Brúarstrengir að gefa góða summu af laxi en alls gáfu strengirnir tveir samtals 74 af 152 veiddum löxum í júlí. Efri Brúarstrengur gaf 59 laxa í júlí og Neðri Brúarstrengur gaf 15 laxa. Þriðji aflahæsti veiðistaðurinn í júlí var Leynir með 10 laxa, fjórði var Viðbjóður með 9 laxa og fimmti var Eirkvörn með alls 8 laxa.
Neðri Stapakvörn endaði sem þriðji aflahæsti staðurinn í ánni yfir sumarið en samt sem áður komu ekki nema 2 laxar þaðan í júlí. Strax fyrstu vikuna í ágúst fengust 9 laxar í Neðri Stapa og endaði mánuðurinn þar í 21 veiddum löxum. Í september skilaði staðurinn 24 löxum og alls 47 yfir mánuðina þrjá.
Í byrjun ágúst veiddist fyrsti laxinn í Hellufljóti sem verður að teljast mjög undarlegt. Hellan skilaði 15 löxum í sumar og endaði sem tíundi aflahæsti staðurinn í ánni.
Þriðju vikuna í ágúst gáfu Katlafossar 7 laxa og þar bættust við 2 laxar fyrir mánaðarlok. Katlafossar enduðu í sjötta sæti yfir sumarið með 20 laxa veiði.
Laxhylur gaf 8 laxa í júlí, 38 laxa í ágúst og 21 í september og endaði þar með sem aflahæsti staðurinn í sumar með 67 laxa. Neðri Barki kom sterkur inn í ágúst með 22 laxa veiði og endaði sem fjórði aflahæsti yfir sumarið með 44 laxa.
Í september hélt Neðri Stapi áfram að gefa vel
og skráðir voru 13 laxar fyrstu vikuna þar. Veiðileysa gaf sinn fyrsta og eina lax í sumar að ra vikuna í september.
Miðfljótið gaf 9 laxa yfir tímabilið, fjóra í júlí og fimm í september. Neðstafljót náði sér aldrei á strik og veiddust aðeins tveir laxar þar í sumar.
Laxhylur, Efri Strengur, Neðri Stapi og Neðri Barki voru yfirburða veiðistaðir í september og enduðu í topp 5 ásamt Efri Brúarstreng yfir sumarið í heild.
Þeir staðir sem skiluðu ekki laxi í sumar voru Víðiker, Blesa, Skrúður, Gullkvörn og sem fyrr, Bakkastrengur.
Skipting vikna var þannig að fjórða vika tímabilsins var aflahæst með 60 laxa en fast á hæla hennar voru vikur þrjú og fimm með 54 og 58 laxa veiði. Vika eitt gaf minnst eða9 laxa og síðasta vikan, sú tólfta, gafnæst minnst í sumar eða einungis15 laxa.
Í töflunni hér að neðan má sjá ítarlega sundurliðun á veiðinni í einstaka veiðistöðum, í hverjum mánuði og viku fyrir sig:
Hér fyrir neðangefur að lítaaflahæstu veiðistaði og hvenær fyrst veiddist lax á hverjum stað:
Veitt og sleppt, skipting agns, þyngstu laxar ofl:
Efri Strengur skilaði 28 löxum á land í sumar.
Neðri Barki endaði í 44 löxum.
Laxhylur var aflahæstur með 67 laxa.
Efri Brúarstrengur skilaði 62 löxum í bók.
Neðri Stapakvörn kom á óvart með 47 laxa veiði.
|
Ljósmyndir;AMK – Ábendingar berist á tölvupósti hér