Haustveiðin í Fáskrúð

Samkvæmt heimildum veiðimanns sem er staddur við veiðar í Fáskrúð í dag þá er mikill kuldi, töluvert frost, veiðar ganga illa vegna lágs vatnshita(0-3°c). Þeir veiðimenn sem eru staddir í veiðihúsi skagamanna eru í erfiðleikum vegna frosinnar vatnsleiðslu, sem sagt ekkert neysluvatn eða vatn á salerni o.s.f.v.

Samkvæmt síðustu tölum sem formaður veit þá er áin komin í 431 lax, jafnvel í 440, sem telstallgóður árangur.

Hellufljót í Fáskúð.

Related Images:

Seyðasleppingar í Fáskrúð

Nýlega fóru menn á vegum SVFA til seyðasleppinga í Fáskrúð. Farið var með 8000 seyði frá laxeldistöðinni Laxeyri í Hvítársíðu.

Var seyðunum sleppt á völdum veiðisvæðum og einnig fyrir ofan Katlafossa.

Verkinu stjórnaði Erling Huldarsson árnefndarmaður SVFA sem var við veiðar ásamt fríðu föruneyti og

gáfu þeir verkinu dýrmætan tíma sinn við verkið.

Stjórn SVFA skilar góðum þökkum fyrir framlag þeirra.

Related Images:

Glimrandi veiði í Fáskrúð

Góð veiði er núna í Fáskrúð

Mjög góð veiði erí Fáskrúð þessa stundina en síðasta Skagaholl lauk veiðum með 29 laxa.Flestir fengustá flugu og slepptu veiðimenn yfir 20 löxum aftur í ána.

Hollið var komiðmeð 14 laxa eftir þrjár vaktir en bætti um betur og landaði 15 löxum á síðustu vaktinni í morgun.Ofan á þessa góðu veiðimisstu svo veiðimenn einnigfjöldan allan af löxum.

Ánægjulegt er að sjá þessa miklu veiði og kvótann ekki fullnýttann.Sýnir þettasömuleiðis að flugan getur verið mjög sterkt agn í Fáskrúð.Fengust meðal annarsflugulaxar í Barkakýlinu þar sem maðkurinn erjafnan fyrsta val veiðimanna sem þangað koma.

Fyrstu laxartímabilsins úr Efri Streng komu á land í þessu holli og hefurþessi fornfrægi staðurþá gefið þrjá laxa í allt sumar.

Veiðibókin stóðí 308 löxumá hádegi
í dagentil samanburðar voru það287 laxará sama tíma í fyrra.

Related Images:

Fréttir af Andakílsá

Lítið er að frétta af Andakílsá en veiðitölurfóru í 170 laxa á hádegi 5. ágúst ef marka máskráningar í veiðibók.

Holl sem var við veiðar dagana 3-5 ágústfékk 6 laxa. Komu þeir úr Volta, Þrjú og Efri Fossbakkahyl. Lax sýnir sigtöluvert en tekurminna í þessum erfiðu aðstæðum.

Á meðfylgjandi myndum má sjátvo kunnuglega veiðifélaga.Þetta erufyrrverandi stjórnarmenn félagsins til margra ára, þeir Kjartan Guðmundsson og Karl Ó. Alfreðsson sem landa laxi í veiðistað Þrjú þann 4. ágúst síðastliðinn.

Related Images:

Tveir Maríulaxar úr Fáskrúð

Dagana28-30. júlí í Fáskrúð lönduðu veiðimenn sextán löxumog fjórumvar sleppt. Efri Brúarstrengur gaf 7 laxa, Efri Stapi 3, Neðstafljót 2, Hamrakvörn 2, Viðbjóður 1 og Neðri Barki 1.

Áin var þá komin í 151 lax á hádegi 30. júlí. Við fengum sendar nokkrar línur frá Bjarna Kristóferssyni en hann var við veiðar ásamt fjölskyldu sinni þessa daga.

„Talsvert af laxi virðist vera í ánni. Í Viðbjóði eru margir tugir, varlega áætlað 70-80 laxar. Svipaða sögu er að segja úr Neðstafljóti. Einnig sáust um 15 laxar í Hellufljóti, þar af einn mjög stór. Í Hamrakvörn sáust um 20 laxar. Þá sáust laxar í Börkunum báðum og í Blesu.

Vatnið er af skornum skammti og hafði reynslumesti veiðimaðurinn í túrnum orð á því að hann hefði ekki séð Fáskrúð jafn vatnslitla frá því hann kom þar fyrst um 1950. Hægt var að stikla yfir ána víða án fyrirhafnar.

„Mikið líf var í ósnum á síðasta flóði þegar við vorum að hætta, stökkvandi lax um allt svo minnti á Kollafjörðinn á tímum hafbeitarinnar.“

Fannar Björnsson með Maríulax úr Hamrakvörn

Fannar Björnsson með Maríulaxinn sinn úr Neðsta-fljóti.

Bylgja Kristófersdóttir með Maríulax úr Neðstafljóti

Bylgja Kristófersdóttir með Maríulaxinn sinn úr Hamrakvörn.

Related Images:

Stórlax úr Fáskrúð – komin í 135 laxa veiði

Jónas Geirsson með 14 punda lax úr Barkakýlinu í Fáskrúð.

Síðasta stórstreymisparty semstóð vaktinaí Fáskrúðskilaði ánni í 135 laxa veiði sem verður að teljast mjög gottmiðað við aðstæður.

Enn eiga tvo holl eftir að ljúka veiðum í júlí en mánuðurinn endaði í 152 löxum í fyrra.

Góð veiði erþrátt fyrir lítið vatn og mikinn hitaog kommeðal annarsá landglæsilegur stórlax hjá síðustu veiðimönnum. Hann mældist 88 cm og 7 kg og er því stærsti laxinn úr ánni til þessa.

Allslandaði holliðsextán löxum og slepptu veiðimenn fjórum þeirra.Vel veiddist í Neðstafljóti en einungis einn kom á land úr Efri Brúarstreng. Viðbjóður er sömuleiðis smekkfullur af laxi þessa stundina.

Fjórtanpundarannfékk Jónas Geirsson í Barkakýlinu oghöfum við nú til birtingar nokkrar myndir frá ferð þeirra félaga.

Við hvetjum sömuleiðis aðra veiðimenn á vegum félagsins að senda okkur myndir frá ferðum sínum á netfangið ritari@svfa.is

Fallegur flugulax úr Neðstafljóti
Fallegur flugulax úr Neðstafljóti sem hefur gefið vel í þurrviðrinu undanfarið.

Veiðimaður kastar í Viðbjóð
Ásgrímur Kárason kastar í veiðistaðinn Viðbjóð, veiðimaður sést ef vel er skoðað !

Afli úr Neðstafljóti

Karl Ó. Alfreðsson með afla úr Neðstafljóti, einn á maðkinn og einn á fluguna.

Related Images:

Fáskrúð komin í 120 laxa við erfiðar aðstæður

Skagaholl sem hóf veiðar í dag við afar erfiðar aðstæður, lítið vatn oggríðarlegan vatnshita, hafðilandað 87 cm laxi úr Neðri Barka þegar fréttaritari ræddi við þá nú um klukkan 18. Fáskrúð hefur nú skilað 120 löxum í bók en tölur sem við höfum frá 23. júlí í fyrrasýna að á svipuðum tíma eða þrem dögum fyrr,vorulaxarnir 92 talsins. Athygli vekur að síðustu holl veiddu vel þrátt fyrir aðstæður,fengu ýmistkvótann eða gerðu betur.

Stórlaxinnsem veiðimenn fengu í Neðri Barka í dag tók agn veiðimannaí „kýlinu“ svokallaða og er hann áætlaður tæp 13.5 pund eða 6.7 kg samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar. Augljós merki þess að laxinn hafi barist við miklar grynningar á leið sinni upp ána voru áberandiá kviði laxins.

Engin væta hefur gert vart við sig í Dölunum sem aukið getur vatnsmagn í Fáskrúð en laxinn safnast saman á nokkra staðieins og t.d. Katlafoss, Neðri Barka, Viðbjóð og Brúarstrengina. Einnig höfðu
veiðimenn á orði að eitthvað af laxi hefði komið undanfarið úr Hávaða, en Hellufljótið hafi verið þögult sem gröfin eftir að hafa gefið nokkra laxa um miðjan mánuðinn.

Við uppfærum fréttir úr Fáskrúð um leið og þær berast og fáum vonandi nokkrar myndir til birtingar með.

Related Images:

Fáskrúð og Andakílsá

Andakílsá fór yfir 100 laxa múrinní síðustu viku og er það svipuð veiði og á sama tíma í fyrra.

Skagadagarnir 8-10 júlí gáfu 18 laxa veiði. Holl sem veiddi stórstreymisdagana 12-14. júlí fékk 16 laxaog missti töluvert af löxum, en takan varoft á tíðum grönn á bæði flugu og maðk aðsögn veiðimanna.Hollið þar á eftir landaði svo 17 löxum.

Veiðimenn voru aðfá laxa áfjölbreytilegum veiðistöðum eðaallt frá stað nr. 3 til 13. Hollið 12-14 júlí landaði t.a.m. löxum úr veiðistöðum þrjú, fjögur, fimm, ellefu, tólf og þrettán.

Fáskrúð stóð í 75 löxum á hádegi 16. júlí en afar lítið vatn skilaði litlum sem engum nýjum laxi upp í ána í kringum stórstreymið þann 13. júlí.Skagahollið 12-14 júlí landaði 8 löxum og næsta holl var með 6 laxa.

Hellufljótið sem gaf ekki lax fyrr en í ágúst á síðasta tímabilihafði þann 16. júlí skilað4 löxum á land í vatnsleysinu sem nú ríkir í Dölunum.

Flugulax úr Hellunni í Fáskrúð

Ásgrímur Kárason með lax úr Hellufljóti 15. júlí. Ljósm. Jónas Geirsson

Stórlax þreyttur í Katlafossi í Fáskrúð

Ásgrímur glímir við 79 cm lax í Katlafossi 14. júlí Ljósm. Jónas Geirsson

Staurahylur í Andakílsá
Ólafur Ólafsson setur í einn við Staurahyl í Andakílsá 12. júlí. Ljósm. AMK

Stórahamarskvörn í Andakílsá

Jónmundur Ingólfsson með flugulax í veiðistaðnum Stóruhamarskvörn (nr13) í Andakílsá 13. júlí.

Lax úr Stóruhamarskvörn í Andakílsá

Flugulax úr Stóruhamarskvörn 13. júlí.

Related Images:

Fjörtíu og sex fyrstu vikuna í Fáskrúð

Góður gangur hefur verið við Fáskrúð undanfarna daga en síðan áin opnaði 30. júní hafa verið færðir til bókar 46 laxar á stangirnar tvær.Til samanburðar veiddust 9 laxar fyrstu vikuna í fyrra.

Skagavikan var þannig að opnunarholliðlandaði 10 löxum ogafþeim var 4 sleppt. Annað hollið fékk 16 laxa vítt og breitt um ána og slepptu veiðimenn 8 af þeim löxum. Þriðja hollið landaði svo 8 löxum og komu þeir úr Viðbjóð, Hávaða og Efri Brúarstreng en þar eru skráðir m.a. tíu og ellefu punda stórlaxar. Fyrsta Reykjavíkurhollið í sumar lauk veiðum í dag en þar var kvótinn tekinn, 12 laxar. Fengust 10 í Brúarstrengjunum, 1 í Katlafossi og 1 í Hávaða.

Mikið er um skráða laxa í Brúarstrengjunum þessa fyrstu veiðivikuogerþar Efri mjög drjúgur.Báðir strengirnir saman hafa gefið um helming veiðinnar það sem af ertímabili eða 22 laxa.

Veiddir laxar eru sem fyrr segir 46 talsins, teknir á maðk 33, flugan gaf 13 og slepptir laxar eru 12.

Efri Brúarstrengur

Efri Brúarstrengur gefur jafnan mikinn fjölda laxa í upphafi tímabils og út júlímánuð.

Related Images: