Stangaveiðifélag SVFR framlengir í þremur veiðiám.

Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur  hefur varla undan þessa dagana að skrifa undir framlengar í veiðiánum en í morgun var skrifað undir nýja saminga í Laxá í Dölum og Fáskrúð í Dölum. Veiðin var dræm í Laxá í Dölum í sumar en veiðin hefur verið slöpp á 10 ára fresti í ánni svo þetta stendur allt til bóta. Og Stangaveiðifélagið skrifaði líka undir framlengingu í Andakílsá.

,,Það er gott að vera búinn að ganga frá þessum veiðiám,“ sagði Bjarni rétt eftir að hann skrifaði undir samingana.

Related Images:

Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní 2011

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 27 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Torfadalsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, Höfðabrekkutjörnum og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.

Smellið hér til að opna bæklinginn.

Related Images:

Fluguveiðinámskeið Veiðiheims.

Dagana 4. og 5. júní fara fram fluguveiðinámskeið Veiðiheims við silungasvæði Andakílsár.

Farið verður yfir allt sem viðkemur fluguveiðinni, fluguhnýtingar, veiðistaðalestur, hringrás lax og silungs og einnig verður farið yfir fluguköstin. 
Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og þá sem eru lengra komnir.

Allt efni til hnýtinga er á staðnum sem og flugustangir.  Veiðimönnum er að sjálfsögðu heimilt að taka með sínar eigin græjur ef að þeir vilja læra sérstaklega á þær.

Boðið verður upp á tvö tveggja daga námskeið, það fyrra frá 9:00-12:30 og það seinna er frá 13:00-16:30.

Námskeiðisgjald fyrir félagsmenn SVFA er 8.000.- kr en aðrir borga 20% hærra verð.

 

Allar upplýsingar má finna á www.veidiheimur.is

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og fer skráning fram á heimasíðu okkar og í síma

692-2376

.

Related Images:

Afmæliskvöldverður SVFA

Ákveðið hefur verið að afmæliskvöldverður
Stangaveiðifélags Akraness verði föstudaginn 27. maí í Gamla kaupfélaginu Kirkjubraut 11, Akranesi.

Dagskráin hefst með fordrykk milli kl. 19:30 og 20:00.

Verð Kr 3.000 og greiðist við innganginn.

Eftirfarandi matseðill er í boði:

Forréttur : Nautacarpaccio.

Aðalréttur: Lambafille m/grænmeti bakaðri kartöflu og villisveppasósu.

Eftirréttur: Frönsk súkkulaðiterta, kaffi og cocnac.

Þeir sem hafa áhuga að vera með, vinsamlegast skrái sig í síðasta lagi á laugardag hjá Bjarna 899-6229, bjarni@veislumatur.is ) eða Halldóri Fannar (617-1724, halldorf@tengi.is).

Happdrætti og annað skemmtilegt verður í boði.

Makar velkomnir.

Related Images:

Afmælishátíð Stangaveiðifélags Akraness.

 

 Í tilefni 70. ára afmælis SVFA um þessar mundir hefur stjórn félagsins ákveðið að halda afmælisfagnað

Í Gamla Kaupfélaginu föstudaginn 27. maí næstkomandi.

Þáttöku þarf að tilkynna stjórnarmeðlimum fyrir 15. maí.

(Bjarni 899-6229, bjarni@veislumatur.is ) eða Halldór Fannar (617-1724, halldorf@tengi.is).

Fordrykkur er í boði félagsins og 3ja rétta matseðill verður niðurgreiddur.

Makar eru velkomnir.

Related Images:

Af aðalfundi og söludegi veiðileyfa

Mynd frá Fáskrúð - Efri Brúarstrengur

Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert framboð kom til stjórnarsetu í félaginu og verður því stjórnin óbreytt út árið. Tillögur sem bárust fundinum til lagabreytinga voru ekki samþykktar en þær hljóðuðu upp á að takmarka aðgang að félaginu og annars vegar aldurstakmark.

Samþykkt var hækkun á félags- og inntökugjöldum.

Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig og var fundargestum boðið upp á veglegar veitingar að fundi loknum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins sem er á þessu ári.

Á söludegi veiðileyfa síðastliðinn laugardag mættu margir til að freista gæfunnar og næla sér í veiðileyfi í Fáskrúð eða Andakílsá fyrir komandi sumar. Skemmst er frá því að segja að öll laxveiðileyfi félagsins seldust upp. Bryddað var upp á þeirri nýjung að taka út öll tveggja daga partí í Andakílsá og selja einungis staka daga ýmist frá morgni til kvölds eða frá hádegi til hádegis. Almenn ánægja var með þetta fyrirkomulag og komast vissulega fleiri félagsmenn að í Andakílnum í sumar eftir þessa breytingu.

Related Images:

Orðsending frá Stangaveiðifélagi Akraness vegna ógreiddra félagsgjalda 2011 og 2010

Skilyrði fyrir því að félagsmenn SVFA séu gjaldgengir í drætti um veiðileyfi í þeim ám sem félagið hefur á leigu er að þeir hafi greitt félagsgjald á réttum tíma.

Gjalddagi félagsgjalda SVFA 2011 var 7 desember s.l.og eindagi 21 desember, þrátt fyrir þetta ákvað stjórn Stangaveiðifélgs Akraness á síðasta stjórnarfundi að gefa félögum,sem ekki hafa greitt félagsgjald 2011 kost á því að greiða félagsgjaldið í síðasta lagi fyrir aðalfund 26. janúar og vera með því gjaldgengir í drætti um veiðileyfi laugardaginn 29 janúar.

Þeir sem hafa glatað greiðsluseðli geta greitt inn á reikning félagsins í Landsbanka Íslands 0186-26-5292 kt. 620269-2209. Árgjald 2011 er kr. 4,745 með kostnaði og árgjald 2010 og 2011 saman er kr. 7,745.

Einnig mun gjaldkeri taka við greiðslum félagsgjalda að loknum aðalfundi 26. janúar í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108.

Related Images:

Veiðitölur úr Fáskrúð 2010

Hérhöfum við tekið samantíu bestu veiðistaðina í Fáskrúð ásamt skiptingu veiðistaða og til hliðsjónar birtum við einnigtölur frá sumrinu 2009.

Ítarlegar tölfræðiupplýsingaraf veiðisvæðum félagsinsverður svo hægt að nálgast íbæklingi semmun liggjaframmi á aðalfundiog söludegi veiðileyfasíðarí mánuðinum.

Veiðitölur 2010 og 2009

Nr.

Veiðistaður

2010

2009

1

Neðri Brúarstrengur

8

16

2

Efri Brúarstrengur

53

62

3

Bakkastrengur

0

0

4

Neðstafljót

59

2

5

Fljótastrengur

0

2

6

Miðfljót

0

9

7

Happastrengur

0

3

8

Hellufljót

52

15

9

Ármótastrengur

0

12

10

Hrafnakvörn

6

1

11

Hamrakvörn

3

3

12

Tjaldkvörn

0

3

13

Hávaði

9

10

14

Eirkvörn

6

15

15

Veiðileysa

1

1

16

Gullkvörn

0

0

17

Fýla

0

3

18

Skrúður

0

0

19

Rauðka

0

3

20

Leynir

1

12

21

Neðri Stapakvörn

9

47

22

Silfurkvörn

0

1

23

Matarpollar

4

4

24

Víðiker

1

0

25

Jóka

6

8

26

Efri Stapi

15

5

27

Blesa

2

0

28

Viðbjóður

98

17

29

Stebbastrengur

18

2

30

Neðri Barki

25

44

31

Efri Barki

2

3

32

Neðri Strengur

3

r

14

33

Efri Strengur

18

28

33.5

Viðauki

3

9

34

Laxhylur

64

67

35

Breiðan

6

11

36

Katlafossar

49

20

Samtals:

523

456

Tíu bestu veiðistaðirnir síðastliðin tvö ár.

Sumarið 2010

Viðbjóður

98

Laxhylur

64

Neðstafljót

59

Efri Brúarstrengur

53

Hellufljót

52

Katlafossar

49

Neðri Barki

25

Efri Strengur

18

Stebbastrengur

18

Efri Stapi

15

Sumarið 2009

Laxhylur

67

Efri Brúarstrengur

62

Neðri Stapakvörn

47

Neðri Barki

44

Efri Strengur

28

Katlafossar

20

Viðbjóður

17

Neðri Brúarstrengur

16

Eirkvörn

15

Hellufljót

15

Katlafossar - Kastað á lax í skárennunni

Neðstafljót - Barátta við einn af mörgum í sumar

Veiðiflokkuð eftirvikum og mánuðum.

Related Images: