Fyrstu laxarnir komnir á land í Andakílsá

Andakilsa-24-6-2016-A

25. júní 2016 við Efri Fossbakkahyl

Fyrstu laxar sumarsins eru komnir á land í Andakílsá.

Tveir fyrstu laxarnir fengust þann 24. júní í Efri Fossbakkahyl. Daginn eftir landaði veiðimaður svo laxi og var það einnig í Efri Fossbakka. Að auki urðu veiðimenn varir við lax í Nátthagahyl og væna bleikju niður við gömlu brú.

Sannarlega spennandi tímar framundan í Kílnum.

Nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016

Veiðimaður með nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016