Fréttir úr Fáskrúð

Hollið sem var á veiðum um um helgina 6 – 8. september fengu alls 6 laxa.

3 komu á flugu og 3 á maðk. Þyngd 2×1.5kg, 2×2.0kg, 1x 3.5kg og 1x 4.0kg. Allir fengust þeir í efri hluta árinnar frá Stebbastreng og uppúr.

Nokkrir laxar sáust þó í Hellu en vildu ekkert. Alls eru komnir 214 laxar úr ánni.

Vatn var sennilega feti yfir meðallagi en ekki skoluð og aðstæður til veiða fínar.