Fáskrúð 19. ágúst

Veiðibókin í hádeginu 19. ágúst stóð í 93 löxum.  Skiptingu veiðinnar má sjá hér í töflunni fyrir neðan.  Þrátt fyrir votviðrasamt sumar hér á vesturlandi þá eru dragár eins og Fáskrúð fljótar að lækka í vatni þegar styttir upp.  Veiðimenn sem luku veiðium 19. ágúst sögðu að árin væri orðin ansi lítil og það hamlaði veiðinni.  Takan treg en talsvert er af fiski í ánni, sérstaklega í efri hlutanum.  „Katlafoss er pakkaður af fiski, einnig talsvert í Laxhyl, Neðri barka, Efri Streng og fleiri stöðum“ sagði einn veiðimanna sem var að koma úr Dölunum. Eins og svo oft áður þá er þörf á nýju vatni og það mun líklega hleypa lífi í ána.

veidin_19_ág