Flugukastnámskeið sem halda átti Sunnudaginn 24.maí frestast.
Reynt verður að finna nýja dagsetningu en líklegast er að þetta frestist til næsta tímabils.
Stjórn SVFA
Flugukastnámskeið sem halda átti Sunnudaginn 24.maí frestast.
Reynt verður að finna nýja dagsetningu en líklegast er að þetta frestist til næsta tímabils.
Stjórn SVFA
Kæru félagsmenn
SVFA stendur fyrir flugukastnámskeiði Sunnudaginn 24.maí, frá kl.15-18 í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, þar sem Guttormur P. Einarsson kemur til með að miðla reynslu sinni til ykkar félagsmanna. Gengið er inn um afgreiðslu sundlaugar.
Frítt er fyrir félagsmenn SVFA og börn þeirra upp að 18 ára aldri.
Skráning fer fram í tölvupósti á halldorf@tengi.is eða í síma 617-1724
Stjórn SVFA
Af óviðráðanlegum orsökum frestast flugukastnámskeið sem vera átti nk. laugardag 9.maí að Jaðarsbökkum. Ný tímasetning verður auglýst síðar í Póstinum og einnig hér á heimasíðu félagsins, þar sem einnig verður að finna upplýsingar um skráningu.
Stjórn SVFA
Ágætu félagsmenn
Snorri Jóhannesson frá Augastöðum í Hálsasveit og Bjarni Árnason frá Brennistöðum eru líklega manna fróðastir um Arnarvatnsheiðina. Heiðin býr yfir fjölmörgum áhugaverðum kostum fyrir veiðimenn og ætla þeir félagar að koma til okkar og fræða um vötn og veiðimöguleika á heiðinni. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 30.apríl kl.19:30 á Vitakaffi, Stillholti. Aðgangur er ókeypis.
Viljum við hvetja félagsmenn og aðra áhugasama veiðiunnendur til að fjölmenna á þennan skemmtilega viðburð.
Veiðikveðja.
Stjórn SVFA
Ágætu félagsmenn
Sala veiðileyfa á laugardaginn var þokkaleg, en þó eru frábærir dagar eftir bæði í Fáskrúð og í Andakílsá.
Við hvetjum félagsmenn endilega til að kíkja til okkar á Suðurgötuna í kvöld mánudaginn 26. janúar á milli kl 20 og 21 og næla sér í eitthvað af þessum dögum.
Eftir kvöldið í kvöld verða leyfin svo í boði fyrir utanfélagsmenn.
Stjórnin.
Ágætu félagsmenn
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 13. janúar kl.20.00 að Suðurgötu 108.
Sala og úthlutun veiðileyfa verður laugardaginn 24. janúar einnig að Suðurgötu 108. Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag.
Mánudaginn 26. janúar kl. 20-21 verða óseld leyfi seld félagsmönnum, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.
Félagsmenn hafa einnig fengið senda tilkynningu og verðskrá í pósti.
Veiðikveðja,
Stjórnin
SVFA óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
Megi komandi ár verða ykkur farsælt og ekki síður fengsælt.
Stjórn S.V.F.A
Ágætu félagsmenn!
Við höfum sent út skoðanakönnun með félagsmanna á skráð tölvupóstföng. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema örfáar mínútur að svara henni.
Áætlað er að fara yfir niðurstöður hennar á aðalfundi félagsins í janúar 2015.
Stjórn SVFA
Ágætu félagsmenn
Andakílsáin var ekkert undanskilin þeirri slöku veiði sem var þetta sumarið í all flestum ám, en áin endaði í 109 löxum. Þess má geta að þetta er þó 26 löxum meira en veiddist árið 2012.
Við hvetjum veiðimenn til að missi ekki móðinn, heldur halda áfram að hlúa að veiðibakteríunni, við setjum þetta bara í reynslubankann og höldum ótrauðir áfram.
Ágætu félagsmenn
Tveir dagar eru lausir í Andakílsá, þeir eru eftirfarandi :
2 stangir fimmtudaginn 4. september samtals 71.800 kr.
2 stangir mánudaginn 8. september samtals 71.800 kr.
Áhugasamir hafi samband við Skúla í síma 895-2282 eða skuli@practica.is.