Stangaveiðifélag SVFR framlengir í þremur veiðiám.

Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur  hefur varla undan þessa dagana að skrifa undir framlengar í veiðiánum en í morgun var skrifað undir nýja saminga í Laxá í Dölum og Fáskrúð í Dölum. Veiðin var dræm í Laxá í Dölum í sumar en veiðin hefur verið slöpp á 10 ára fresti í ánni svo þetta stendur allt til bóta. Og Stangaveiðifélagið skrifaði líka undir framlengingu í Andakílsá.

,,Það er gott að vera búinn að ganga frá þessum veiðiám,“ sagði Bjarni rétt eftir að hann skrifaði undir samingana.

Related Images:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *