Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

Frétt af söludegi veiðileyfa.

Söludagur veiðileyfa fór fram í dag, þegar upp er staðíð er örfá leyfi eftir í Fáskrúð í Dölum og töluvert eftir af leyfum í Andakílsá.

Óseld veiðileyfi eru seld mánudaginn 28. janúar í húsi félagsins frá kl 20:00 til 21:00.

Eftir það er hægt að hringja í stjórnarmenn, símanúmer þeirra eru á þessari heimasíðu.

Stjórn SVFA.

Related Images:

Söludagur veiðileyfa og félagsgjöld

Minnt er á söludag veiðileyfa Stangaveiðifélags Akraness, laugardaginn 26. janúar 2013.

Dregið er klukkan 11 til 12 og sala veiðileyfa hefst klukkan 14.

Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld og ætla að hætta í félaginu eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst á skuli@vtha.is svo hægt sé að fella kröfuna niður.

Stjórn SVFA.

Related Images:

Tilkynning frá Stangaveiðifélagi Akraness um sölu og úthlutun veiðileyfa 2013 og aðalfund árið 2013

Aðalsöludagur veiðileyfa verður laugardaginn 26. jan. n.k. og fer fram að Suðurgötu 108. Þeir sem ætla að kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11:00-12:00 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14:00 sama dag. Mánudaginn 30. jan. kl. 20:00-21:00 verða óseld veiðileyfi seld félagsmönnum á skrifstofu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagar þurfa að velja sér veiðifélaga og ber að nafngreina þá og veiðiá áður en númer er dregið og dregur einn fyrir sig og sína veiðifélaga. Fjarstöddum félögum er heimilt að gefa öðrum skriflegt umboð til að draga fyrir sig. Skylt er að greiða árgjald fyrir söludag.

Ekki verður tekið á móti greiðslu félagsgjalda á söludegi. Ákveðið hefur verið að gefa félagsmönnum kost á gjaldfresti á 50% keyptra veiðileyfa.

Greiðsluseðlar verða sendir út í mars/apríl fyrir eftirstöðvum veiðileyfa með eindaga 1. maí, eftir það verða þau seld öðrum. Ef veiðileyfin eru staðgreidd á söludegi verður gefinn 5% afsláttur af helmingi verðs, sem annars greiðist fyrir 1. maí.

Veiðileyfi verða seld eftir sömu reglum og áður, þannig að menn hafi frjálst val í þeirri röð sem afgreiðslunúmer þeirra segir til um ef þeir eru mættir er sala hefst og kemur að þeirra númerum.

Í Fáskrúð eru tvær stangir og tveggja daga holl , stangirnar eru seldar saman út á nöfn tveggja félagsmanna. Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma og kvóta.

Í Andakílsá eru dagarnir seldir með báðum stöngunum út á nöfn tveggja félagsmanna. Á stöku dögunum hefst veiði kl. 07:00 og lýkur kl. 22:00 að kvöldi (frá 14. ágúst til 15. sept. kl. 21:00 og kl. 20:00 eftir það). Á stöku dögunum má koma í húsið kvöldið fyrir veiðidag.

Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma. Dagarnir 22., 26. og 30. júní eru seldir hálfir ef númershafi óskar. Veiðitimi kl. 7:00-13:00 og kl. 16:00-22:00. 1. júli er hálfur, veiðitimi kl. 7:00-13:00. Einnig er 11. sept. hálfur frá kl. 15:00-21:00.

Veiðikortið 2013 býðst félagsmönnum á kostnaðarverði kr. 5.500.- á söludegi. Kortið gefur rétt til veiði í 35 vötnum ( vötn i Svinadal eru ekki innifalin i kortinu nuna) sjá nánar www.veidikortid.is.

Ef ágreiningur kemur upp um ofanskráðar reglur áskilur stjórnin sér rétt til að skera þar úr í hverju tilfelli.

Verðskrá 2013 er hér í pdf skjali.

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness 2013
verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar kl. 20:00 að Suðurgötu 108

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál

Stjórn SVFA

Vinsamlegast greiðið félagsgjaldið tímanlega með greiðsluseðli, það auðveldar vinnu stjórnar á söludegi.

Ekki verður tekið við greiðslu á félagsgjaldi á söludegi.

Related Images:

Veiðidagur fjölskyldunnar

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24.

júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi

fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem

fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni,

Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi

Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni,

Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni,

Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni,

Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni,

Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni,

Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu

Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is  eða fá bækling um það í flestum veiðibúðum og á Olís-stöðvum um land allt.

Meðfylgjandi er bæklingur LS um Veiðidag fjölskyldunnar sem hengja má við fréttina. Í bæklingnum eru nánari upplýsingar um ofangreind veiðisvæði.

Bæklingurinn:

Nánari upplýsingar gefur undirritaður formaður Landssambands Stangaveiðifélaga.

Viktor Guðmundsson.

www.landssambandid.is

Related Images:

Ný fluguhnýtingaraðstaða

Fluguhnýtingar hófust haustið 2009 í umsjón Svavars K Garðarssonar og hafa verið hnýtingakvöld  tvisvar til þrisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina, það er að segja frá Október til og með Apríl.

Nú var þriðja vetrinum að ljúka, með því að taka í notkun nýtt herbergi  sem verður í aðstaða fluguhnýtinga  sem  er á þriðju hæð Suðurgötu 108.

Ýmsir góðir menn hafa lagt okkur lið og leiðbeint  við fluguhnýtingar. Má þar nefna fremstan Gunnar Gunnarsson.

Annars hafa komið inn menn eins og Jón Ólafsson, Sigurður Pálsson og fleiri góðir.

Fluguhnýtingakvöldin eru opin öllum félagsmönnum sem og  utanfélagsmönnum eins og staðan er nú á meðan húsrúm leyfir.

Kvöldið er frá kl 20:00 til um kl 23:00, efni til flugugerðar á staðnum ásamt kaffi og með því á kr 750.

Fluguhnýtingar hefjast í Október, þær verða nánar auglýstar á heimasíðu félagsins.

Related Images:

Aðalsöludagur veiðileyfa laugardaginn 28. janúar 2012

Aðalsöludagur veiðileyfa var fór fram í dag, að venju var byrjað að draga um númer í Fáskrúð í Dölum og Andakílsá frá klukkan 11:00 – 12:00.

Að venju voru menn spenntir að fá að draga, vongóðir um að fá gott númer.

Frá klukkan 14:00 komu menn að velja sér veiðidag, þeir sem höfðu lægstu númerin höfðu forgang, ef þeir voru viðstaddir þegar númerin voru kölluð upp.

Gekk allt vel og þakkar stjórn Svfa félögum sínum fyrir  daginn.

Frá vinstri: Guðni Steinar Helgason, Birgir Guðnason og Pétur Óðinsson bíða spenntir í setustofunni eftir að fá að draga númer.

Frá vinstri: Skúli Garðarsson, Magni Ragnarsson, Halldór Fannar Halldórsson, Jónas Geirsson og Gunnar Jónsson.

Skúli Garðarsson, Magni Ragnarsson, Halldór Fannar Halldórsson, Sigurður Halldór Sævarsson og Axem M. Karlsson.

Búi Örlygsson formaður félagsins fer yfir reglurnar fyrir dráttinn.

Benedikt jónmundsson ríður á vaðið og hefur dráttinn.

Við borðið sitja frá vinstri: Karl Alfreðsson, Ásgrímur Kárason og Magni Ragnarsson.

Fyrir framan borð frá vinstri: Bjarni Kristófersson, Benedikt Jónmundsson, Ingólfur Þorbjörnsson og eiginkona hans.

Related Images:

Fluguhnýtingarkvöld miðvikudagskvöldið 25. janúar 2012

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldið fyrsta fluguhnýtingarkvöld þessa árs í húsnæði félagsins að Suðurgötu108.

Umsjón með fluguhnýtingarkvöldunum hefur verið Svavar K. Garðarson og hefur hann sýnt óeigingjarnt starf við það og er honum þakkað vel fyrir það.

Lögð var áhersla á fluguna Zonker, Gunnar Gunnarsson var leiðbeinandi í þetta skiptið og er honum þakkað vel fyrir.

Eftirtaldar myndar voru teknar þetta kvöld.

Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Svavar K. Garðarsson og Jónas Geirsson.

Svavar K. Garðarsson.

Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson og Svavar K. Garðarsson.

Related Images:

Aðalfundur 2012

Í gærkvöldi var haldinn aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness að Suðurgötu 108.

Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf, var kosið um nýjan formann.

Búi Örlygsson bauð sig einn fram og hlaut hann kosningu með öllum atkvæðum greiddum.

Fráfarandi formanni Hafsteinn Kjartanssyni sem hefur stýrt félaginu af eljusemi og myndarskap síðastliðinn 10 ár þökkum við mikið vel fyrir.

Einnig var Sigurður Halldór Sævarsson kosinn varamaður í stjórn fyrir Ásgrím Kárason sem hefur verið í stjórn félagsins vel á annan áratug og þökkum við honum einnig vel fyrir.

19. manns sóttu fundinn sem þykir ekki gott og greinilegt var að landsleikur í handbolta skaraðist á við fundinn.

Aðalfundargerð má sjá hér

Related Images:

Stangaveiðifélag SVFR framlengir í þremur veiðiám.

Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur  hefur varla undan þessa dagana að skrifa undir framlengar í veiðiánum en í morgun var skrifað undir nýja saminga í Laxá í Dölum og Fáskrúð í Dölum. Veiðin var dræm í Laxá í Dölum í sumar en veiðin hefur verið slöpp á 10 ára fresti í ánni svo þetta stendur allt til bóta. Og Stangaveiðifélagið skrifaði líka undir framlengingu í Andakílsá.

,,Það er gott að vera búinn að ganga frá þessum veiðiám,“ sagði Bjarni rétt eftir að hann skrifaði undir samingana.

Related Images:

Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní 2011

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 27 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Torfadalsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, Höfðabrekkutjörnum og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.

Smellið hér til að opna bæklinginn.

Related Images: