Ný fluguhnýtingaraðstaða

Fluguhnýtingar hófust haustið 2009 í umsjón Svavars K Garðarssonar og hafa verið hnýtingakvöld  tvisvar til þrisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina, það er að segja frá Október til og með Apríl.

Nú var þriðja vetrinum að ljúka, með því að taka í notkun nýtt herbergi  sem verður í aðstaða fluguhnýtinga  sem  er á þriðju hæð Suðurgötu 108.

Ýmsir góðir menn hafa lagt okkur lið og leiðbeint  við fluguhnýtingar. Má þar nefna fremstan Gunnar Gunnarsson.

Annars hafa komið inn menn eins og Jón Ólafsson, Sigurður Pálsson og fleiri góðir.

Fluguhnýtingakvöldin eru opin öllum félagsmönnum sem og  utanfélagsmönnum eins og staðan er nú á meðan húsrúm leyfir.

Kvöldið er frá kl 20:00 til um kl 23:00, efni til flugugerðar á staðnum ásamt kaffi og með því á kr 750.

Fluguhnýtingar hefjast í Október, þær verða nánar auglýstar á heimasíðu félagsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *