Tilkynning frá Stangaveiðifélagi Akraness um sölu og úthlutun veiðileyfa 2013 og aðalfund árið 2013

Aðalsöludagur veiðileyfa verður laugardaginn 26. jan. n.k. og fer fram að Suðurgötu 108. Þeir sem ætla að kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11:00-12:00 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14:00 sama dag. Mánudaginn 30. jan. kl. 20:00-21:00 verða óseld veiðileyfi seld félagsmönnum á skrifstofu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagar þurfa að velja sér veiðifélaga og ber að nafngreina þá og veiðiá áður en númer er dregið og dregur einn fyrir sig og sína veiðifélaga. Fjarstöddum félögum er heimilt að gefa öðrum skriflegt umboð til að draga fyrir sig. Skylt er að greiða árgjald fyrir söludag.

Ekki verður tekið á móti greiðslu félagsgjalda á söludegi. Ákveðið hefur verið að gefa félagsmönnum kost á gjaldfresti á 50% keyptra veiðileyfa.

Greiðsluseðlar verða sendir út í mars/apríl fyrir eftirstöðvum veiðileyfa með eindaga 1. maí, eftir það verða þau seld öðrum. Ef veiðileyfin eru staðgreidd á söludegi verður gefinn 5% afsláttur af helmingi verðs, sem annars greiðist fyrir 1. maí.

Veiðileyfi verða seld eftir sömu reglum og áður, þannig að menn hafi frjálst val í þeirri röð sem afgreiðslunúmer þeirra segir til um ef þeir eru mættir er sala hefst og kemur að þeirra númerum.

Í Fáskrúð eru tvær stangir og tveggja daga holl , stangirnar eru seldar saman út á nöfn tveggja félagsmanna. Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma og kvóta.

Í Andakílsá eru dagarnir seldir með báðum stöngunum út á nöfn tveggja félagsmanna. Á stöku dögunum hefst veiði kl. 07:00 og lýkur kl. 22:00 að kvöldi (frá 14. ágúst til 15. sept. kl. 21:00 og kl. 20:00 eftir það). Á stöku dögunum má koma í húsið kvöldið fyrir veiðidag.

Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma. Dagarnir 22., 26. og 30. júní eru seldir hálfir ef númershafi óskar. Veiðitimi kl. 7:00-13:00 og kl. 16:00-22:00. 1. júli er hálfur, veiðitimi kl. 7:00-13:00. Einnig er 11. sept. hálfur frá kl. 15:00-21:00.

Veiðikortið 2013 býðst félagsmönnum á kostnaðarverði kr. 5.500.- á söludegi. Kortið gefur rétt til veiði í 35 vötnum ( vötn i Svinadal eru ekki innifalin i kortinu nuna) sjá nánar www.veidikortid.is.

Ef ágreiningur kemur upp um ofanskráðar reglur áskilur stjórnin sér rétt til að skera þar úr í hverju tilfelli.

Verðskrá 2013 er hér í pdf skjali.

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness 2013
verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar kl. 20:00 að Suðurgötu 108

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál

Stjórn SVFA

Vinsamlegast greiðið félagsgjaldið tímanlega með greiðsluseðli, það auðveldar vinnu stjórnar á söludegi.

Ekki verður tekið við greiðslu á félagsgjaldi á söludegi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.