Þverá og Selós

Tvær ár renna á milli vatnana í Svínadal.  Sú neðri milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns heitir Selós en sú efri milli Þórisstaðavatns og Geitabergsvatns heitir Þverá.

Veitt er á eina stöng í hvorri á.  Einungis má nota flugu og flugustöng við veiðarnar..  Kvóti er 4 laxar á stöng á dag.  Veitt er frá kl. 7 aða morgni til kl 13.  Hvíld er 2 klst. og hefja má veiði aftur kl. 15 til kl. 21.Fyrirkomulag leyfasölu og veiða er með þeim hætti að 90 veiðidögum í hvorri á er skipt upp í 6 daga pakka sem dreifast yfir tímabilið.  Með því móti skipta 30 veiðileyfishafar veiðisvæðunum með sér.  Hver veiðimaður fær leyfi á rúmlega tveggja vikna fresti.

Veiðimaður með leyfi númer 1 og veiðmaður með leyfi númer 2 veiða sama dag annar byrjar í Selós hinn í Þverá.  Eftir hvíld skipta aðilarnir um veiðisvæði.  Nánara skipulag verður að sjá á söludegi 21. janúar 2017.

Hér má sjá skrá um skiptingu veiðidaga