Opnun í Fáskrúð

Fáskrúð var opnuð 30. júní og fyrsta holl lauk veiðum í dag 2. júlí.  Vatnsstaða árinnar er með besta móti og veiðiveður gott.  Opnunarhollið veiddi 5 laxa – allt vel haldinn smálax 55-66 cm. langa.  Þeir staðir sem gáfu fisk voru Neðsta fljót, Hellufljót, Ármótastrengur og Eirkvörn.