Lokatölur 2016

Fáskrúð náði aðeins að klóra í bakkann í september en Andakíll var slappur í allt sumar.  Lokatölur í Fáskrúð eru 220 laxar og þar af veiddust 100 laxar í september.  Meðalveiði í ánni frá árinu 2000 eru 254 laxar.

Í Borgarfirðinum var veiðin almennt léleg og var Andakíllinn engin undantekning á því.
Lokatölur sumarsins eru 113 laxar miðað við 379 laxa í fyrra og meðalveiði upp á 265 laxa frá árinu 2000.

veidin_fra_2000