Þrjú síðustu holl sem hafa verið við veiðar í Fáskrúð hafa fengið samtals 28 laxa.
Fyrsta af þeim fékk 10 laxa við erfiðar aðstæður, sól og lítið vatn.
Næsta holl fékk 4 laxa við ágætis aðstæður.
Síðasta holl fékk 14 laxa við frábærar aðstæður, sérstaklega síðasta daginn.
Flestir hafa komið úr Hellufljóti en annars mjög dreifð veiði.