Veiðisumarið í Borgarfirðinum hefur almennt verið dapurt. Veiðin í Andakílsá er engin undantekning, því einungis höfðu veiðst 95 laxar úr ánni þann 4. september. Vatnsstaða árinnar er í lágmarki. Til samanburðar voru komnir 307 laxar upp úr ánni á sama tíma í fyrra, sem reyndar var yfir meðallagi.