Á hádegi 24. júlí voru komnir 45 laxar á land í Andakílsá. Þrátt fyrir stórstreymi síðustu daga þá hefur það ekki dugað til þess að laxinn gengi upp. Frekar skrýtið ástand í ánni en skv. veiðimönnum sem luku veiðum í gær (24. júlí) urðu þeir ekki varir við fisk nema á einum stað, Fossbakka efri (nr. 4). Nánst öll veiðin hefur komið upp úr veiðistað nr. 4 það sem af og t.a.m. hefur engin lax komið upp úr Nátthagahyl (nr. 6) sem hefur undanfarin ár verið gjöfull.