Veiðimenn sem veiddu 25.-27. júlí lönduðu 6 löxum og misstu álíka marga. Sögðust þeir hafa séð talsvert magn af fiski í ánni en vatnsstaðan orðin óþægilega léleg auk þess sem talsverður vindur var í Dölunum þessa daga. Tökuvilji laxins var lítill og takan grönn. Um miðjan dag 27. júlí voru 49 laxar skráðir í veiðibókina.