Tvö fyrstu hollin í Fáskrúð hafa lokið veiðum. Samtals hafa veiðst 10 fiskar á þessum fjórum dögum. Flestir hafa fengist niður í Efri Brúarstreng en aðrir í Hellufljóti. Talsvert hefur sést af fiski í Hellunni en hann virðist ekki vera búinn að dreifa sér mikið um ánna enn sem komið er skv. veiðimanni sem lauk veiðum í gær.