Lokatölur – Fáskrúð 2017
Veiði lauk í Fáskrúð 30. september.
209 laxar eru skráðir í veiðibókina þetta árið miðað við 220 fiska í fyrra.
Líkt og í fyrra veiddust flestir fiskar í september eða 99 laxar, í ágúst 54 laxar og 56 laxar í júlí. Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina.
Lax þreyttur í Efri streng.
Related Images:
Lokatölur – Selós/Þverá 2017
Veiði í Þverá og Selós lauk 25. september síðastliðin.
Í Þverá veiddust 9 laxar og talsvert var líka um urriða.
Í Selós veiddust 12 laxar og einnig ágæt urriðaveiði.
Fiskgengd upp á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit var lítil þetta sumarið en í gegnum teljara í Eyrarfossi gengu 484 laxar ( nettó, þegar búið er að draga frá laxa sem gengu niður teljarann). Veiðin í sjálfri Laxánni var 624 laxar.
Ekki er komið í ljós hvort SVFA mun bjóða upp á leyfi í Selós/Þverá á næsta sumri en samningur félagins við veiðifélag Laxár gilti einungis fyrir nýliðið sumar.
Related Images:
Veiðitölur – Svínadal
Veiði er aðeins að glæðast í Svínadal í kjölfar úrkomu síðustu daga.
Í Selós eru bókaðir 9 laxar þar af 6 fiskar síðustu 7 daga.
Í Þverá eru bókaðir 8 laxar og hafa þeir allir veiðst síðustu daga.
Vatnsstaða er góð og um að gera fyrir leyfishafa að kíkja upp í Svínadal.
Eftir 7. september má aðeins veiða á flugu í Selós/Þverá.
Bakkastrengur í Þverá
Related Images:
Veiðitölur
Á hádegi í gær 23. ágúst var Fáskrúð komin í 94 laxa. Veiðin hefur verið heldur treg enda vatnsstaða búin að vera með lægast móti í ágúst. Talsvert af fiski er í ánni og líklegt að haustið verði drjúgt í veiðinni. Á sama tíma í fyrra stóð veiðin í 101 laxi.
Lág vatnsstaða gerir veiðimönnum í Þverá og Selósi í Svínadal erfitt fyrir. Það er þó mjög þekkt að veiði taki ekki að glæðast á þeim slóðum fyrr en haustrigningarnar byrja. Spáð er góðri dembu um helgina og þá gæti lifnað yfir bæði í Svínadal og Dölum.
Úr Fáskrúð, Katlafoss
Related Images:
Fáskrúð – veiðitölur
Selós
Fyrstu laxarnir hafa verið veiddir í Selós þetta sumarið. Fyrri laxinn veiddist á föstudag í Efri stút og hinn síðari á sama stað daginn eftir. Smá kippur hefur verið í göngu laxa upp fyrir Eyrarfoss en fylgjast má með stöðunni á meðfylgjandi síðu SMELLA HÉR
Related Images:
Fáskrúð – staðan 10. júlí
Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær (10. júlí) skráðu10 laxa. Þrír komu úr Hellufljóti, einn úr Ármótum, einn úr Viðbjóði, tveir úr Neðri barka, einn úr Efri barka og tveir úr Efri streng. Góð vatnsstaða var þegar hollið byrjaði veiðar en fer heldur minnkandi. Skráðir eru 17 laxar í veiðibók frá opnun sem var 30. júní.
Related Images:
Ekkert veitt í Andakílsá í sumar
Það hefur verið tekin ákvörðun um að ekkert skuli veitt í Andakílsá þetta sumarið. Hagsmunaaðilar komust að þessari niðurstöðu sem byggir á ráðleggingum sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunnar. Haft verður samband á næstu dögum við þá aðila sem eiga leyfi í ánni og þeim endurgreitt.
Related Images:
Andakílsá – slys
Eins og öllum er kunnugt um varð mikið umhverfisslys í Andakílsánni í síðustu viku. Fræðimenn eru að meta stöðuna. Mögulegt er að ekki verði veitt í ánni í sumar. Við munum upplýsa félagsmenn og veiðileyfishafa sérstaklega um ákvörðunina þegar hún liggur fyrir.
Myndir teknar 22. maí 2017 inn í albúmi sjá hér