Lokatölur – Selós/Þverá 2017

Veiði í Þverá og Selós lauk 25. september síðastliðin.

Í Þverá veiddust 9 laxar og talsvert var líka um urriða.
Í Selós veiddust 12 laxar og einnig ágæt urriðaveiði.

Fiskgengd upp á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit var lítil þetta sumarið en í gegnum teljara í Eyrarfossi gengu 484 laxar ( nettó, þegar búið er að draga frá laxa sem gengu niður teljarann).  Veiðin í sjálfri Laxánni var 624 laxar.

Ekki er komið í ljós hvort SVFA mun bjóða upp á leyfi í Selós/Þverá á næsta sumri en samningur félagins við veiðifélag Laxár gilti einungis fyrir nýliðið sumar.