Fréttir úr Fáskrúð !

Fáskrúð virðist hafa hrokkið í gang við rigninguna undanfarna daga. Holl sem lauk veiðum í gær landaði 16 löxum, þar af 4 á flugu. Veiðin skiptis á Hellufljót, Eirkvörn, Neðri Barka og Efri Barka.

Hollið sem var á undan þessu landaði 18 löxum og þar af 9 á flugu.

Fáskrúð er nú komin í 91 lax.

Veiðikveðja