Aflatölur úr Fáskrúð

Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær, landaði 18 löxum. Miklar veðrabreytingar voru á meðan þeir voru við veiðar og fengu veiðimenn sinn skerf af roki og rigningu. Rigningarnar undanfarið hafa hleypt miklu lífi í laxgegnd og er nú mikið af laxi að sjá á stöðum eins og Hellufljóti og Neðri barka, en einnig er laxinn vel dreifður á milli staða og töluverð hreyfing á honum.  Fáskrúð stendur nú í 177 löxum og enn er nóg eftir !!