Greinasafn eftir: SVFA

Veiðitölur – Svínadal

Veiði er aðeins að glæðast í Svínadal í kjölfar úrkomu síðustu daga.

Í Selós eru bókaðir 9 laxar þar af 6 fiskar síðustu 7 daga.
Í Þverá eru bókaðir 8 laxar og hafa þeir allir veiðst síðustu daga.

Vatnsstaða er góð og um að gera fyrir leyfishafa að kíkja upp í Svínadal.
Eftir 7. september má aðeins veiða á flugu í Selós/Þverá.

IMG_0347[1]

Bakkastrengur í Þverá

Veiðitölur

Á hádegi í gær 23. ágúst var Fáskrúð komin í 94 laxa. Veiðin hefur verið heldur treg enda vatnsstaða búin að vera með lægast móti í ágúst.  Talsvert af fiski er í ánni og líklegt að haustið verði drjúgt í veiðinni.  Á sama tíma í fyrra stóð veiðin í 101 laxi.

Lág vatnsstaða gerir veiðimönnum í Þverá og Selósi í Svínadal erfitt fyrir.  Það er þó mjög þekkt að veiði taki ekki að glæðast á þeim slóðum fyrr en haustrigningarnar byrja. Spáð er góðri dembu um helgina og þá gæti lifnað yfir bæði í Svínadal og Dölum.

19885904_10211353453543562_902801838_o

Úr Fáskrúð, Katlafoss

Selós

Fyrstu laxarnir hafa verið veiddir í Selós þetta sumarið.  Fyrri laxinn veiddist á föstudag í Efri stút og hinn síðari á sama stað daginn eftir.   Smá kippur hefur verið í göngu laxa upp fyrir Eyrarfoss en fylgjast má með stöðunni á meðfylgjandi síðu SMELLA HÉR

IMG_0349[1]

Fáskrúð – staðan 10. júlí

Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær (10. júlí) skráðu10 laxa.  Þrír komu úr Hellufljóti, einn úr Ármótum, einn úr Viðbjóði, tveir úr Neðri barka, einn úr Efri barka og tveir úr Efri streng.  Góð vatnsstaða var þegar hollið byrjaði veiðar en fer heldur minnkandi.   Skráðir eru 17 laxar í veiðibók frá opnun sem var 30. júní.

19866746_10211353452703541_622998403_o 19885904_10211353453543562_902801838_o 19866694_10211353453343557_686821000_o

Ekkert veitt í Andakílsá í sumar

Það hefur verið tekin ákvörðun um að ekkert skuli veitt í Andakílsá þetta sumarið.  Hagsmunaaðilar komust að þessari niðurstöðu sem byggir á ráðleggingum sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunnar.  Haft verður samband á næstu dögum við þá aðila sem eiga leyfi í ánni og þeim endurgreitt.

 

Andakílsá – slys

Eins og öllum er kunnugt um varð mikið umhverfisslys í Andakílsánni í síðustu viku.  Fræðimenn eru að meta stöðuna. Mögulegt er að ekki verði veitt í ánni í sumar. Við munum upplýsa félagsmenn og veiðileyfishafa sérstaklega um ákvörðunina þegar hún liggur fyrir.

Myndir teknar 22. maí 2017 inn í albúmi sjá hér

Vorkvöld SVFA

Við ætlum að standa fyrir samkomu þar sem veiðimenn geta komið saman og spjallað um komandi veiðisumar.

  • Lauslega verður farið yfir veiðisvæði félagsins og meðal annars kynntar breytingar á húsakosti við Fáskrúð, Ljáskógum.
  • Happadrætti – dreginn verður út heppinn gestur sem hlýtur að launum veiðidag í Andakílsá.
  • Áhugasamir aðilar utan félagsins geta skráð sig í félagið á staðnum.
  • Höfum unnið að því að afla félagsmönnum afsláttarkjara í veiðivöruverslunum sem verða kynnt.
  • Léttar veitingar í boði félagsins.

Staður: Stúkuhúsið við Byggðasafnið að Görðum, Akranesi.
Tími: Föstudaginn 12. maí frá kl. 20:00 til 22:00

með bestu kveðju
Stjórn SVFA

Aðalfundur og söludagur

Aðalfundur félagsins verður haldinn 19. janúar kl. 20 að Suðurgötu 108, Akranesi.
Söludagur verður laugardaginn 21. janúar kl. 11, einnig að Suðurgötu 108.

Félagsmönnum hefur verið send söluskrá ársins í pósti.  Hana má einnig nálgast hér.

Þverá og Selós

Tvær ár renna á milli vatnana í Svínadal.  Sú neðri milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns heitir Selós en sú efri milli Þórisstaðavatns og Geitabergsvatns heitir Þverá.

Veitt er á eina stöng í hvorri á.  Einungis má nota flugu og flugustöng við veiðarnar..  Kvóti er 4 laxar á stöng á dag.  Veitt er frá kl. 7 aða morgni til kl 13.  Hvíld er 2 klst. og hefja má veiði aftur kl. 15 til kl. 21.Fyrirkomulag leyfasölu og veiða er með þeim hætti að 90 veiðidögum í hvorri á er skipt upp í 6 daga pakka sem dreifast yfir tímabilið.  Með því móti skipta 30 veiðileyfishafar veiðisvæðunum með sér.  Hver veiðimaður fær leyfi á rúmlega tveggja vikna fresti.

Veiðimaður með leyfi númer 1 og veiðmaður með leyfi númer 2 veiða sama dag annar byrjar í Selós hinn í Þverá.  Eftir hvíld skipta aðilarnir um veiðisvæði.  Nánara skipulag verður að sjá á söludegi 21. janúar 2017.

Hér má sjá skrá um skiptingu veiðidaga