Nokkur holl eru enn laus í Fáskrúð fyrir sumarið. Einnig stakar stangir í Grímsá 15.-16. september (heill/hálfur). Skoðið framboðið á meðfylgjandi síðu http://svfa.is/laus-veidileyfi/
Greinasafn eftir: SVFA
Aðalfundur og söludagur 2019
Búið er að póstleggja til félagsmanna söluskrá 2019.
Ákveðið var að hafa aðalfund og sölu leyfa á sama degi, laugardaginn 12. janúar.
Stúkuhúsinu – Safnasvæðinu Görðum, Akranesi.
Dagskrá:
kl. 10:00 Aðalfundur, venjuleg aðalfundastörf og önnur mál.
kl. 11:00 Númer dregin.
kl. 13:00 Sala veiðileyfa skv. númerum.
kveðja, Stjórn SVFA.
Related Images:
Lokatölur Fáskrúð
Á hádegi 2. september
Veiðibókin í Fáskrúð var komin í 127 laxa á hádegi 2. sept. Haustrigningin um helgina skilaði sér í hærra vatnsyfirborði og fiskurinn viljugri að taka en dagana á undan. Hollið sem kláraði veiðar í gær var með 9 laxa, 6 úr Efri streng, einn úr Neðri streng, Breiðunni og Hellu. Talsvert var af fiski í Neðri barka á að giska voru sýnilegri 15-20 fiskar þar. Einnig sáust fiskar í Neðstafljóti, Miðfljóti, Hellufljóti. Mest var þó lífið efst í ánni frá Kötlum niður í Barka. Kæmi ekki á óvart ef Efri strengur yrði veiðihæsti staðurinn í ár ef svo fer fram sem horfir. Lang oftast hefur Hellufljótið verið aflahæst og Laxhylur komið þar næst.
Related Images:
Fáskrúð 19. ágúst
Veiðibókin í hádeginu 19. ágúst stóð í 93 löxum. Skiptingu veiðinnar má sjá hér í töflunni fyrir neðan. Þrátt fyrir votviðrasamt sumar hér á vesturlandi þá eru dragár eins og Fáskrúð fljótar að lækka í vatni þegar styttir upp. Veiðimenn sem luku veiðium 19. ágúst sögðu að árin væri orðin ansi lítil og það hamlaði veiðinni. Takan treg en talsvert er af fiski í ánni, sérstaklega í efri hlutanum. „Katlafoss er pakkaður af fiski, einnig talsvert í Laxhyl, Neðri barka, Efri Streng og fleiri stöðum“ sagði einn veiðimanna sem var að koma úr Dölunum. Eins og svo oft áður þá er þörf á nýju vatni og það mun líklega hleypa lífi í ána.
Related Images:
Veiðitölur Fáskrúð
Fáskrúð um miðjan júlí
Opnun í Fáskrúð
Fáskrúð var opnuð 30. júní og fyrsta holl lauk veiðum í dag 2. júlí. Vatnsstaða árinnar er með besta móti og veiðiveður gott. Opnunarhollið veiddi 5 laxa – allt vel haldinn smálax 55-66 cm. langa. Þeir staðir sem gáfu fisk voru Neðsta fljót, Hellufljót, Ármótastrengur og Eirkvörn.
Related Images:
Félagsskírteini send út
Félagsskírteini verða send í pósti næstu daga.
Félagsmenn SVFA geta veitt án endurgjalds í eftirfarandi vötnum gegn framvísun félagsskírteinis. Börn í fylgd með félagsmanni veiða einnig frítt.
Geitabergsvatni, Svínadal
Þórisstaðavatni, Svínadal
Eyrarvatni, Svínadal
Fremstavatni – Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)
Miðvatni – Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)
Neðstavatni– Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)
Related Images:
Óseld leyfi
Upplýsingar um óseld leyfi má finna hér.
Reynt er að uppfæra jafnt og þétt en nauðsynlegt er að hafa samband til að athuga með laus leyfi ef áhugi er á ákveðnum dögum.