Greinasafn eftir: SVFA

Fáskrúð um miðjan júlí

Það hefur gengið vel í Fáskrúð frá opnun. Upp úr áni hafa verið dregnir 34 laxar og þar af var síðasta holl með 10 laxa.  Eins og nærri má geta er vatnsstaða mjög góð eftir hina votviðrasömu sumarbyrjun.  Hér má sjá skiptingu aflans eftir veiðistöðum (til hádegis 16. júlí).

faskrud_2018

Opnun í Fáskrúð

Fáskrúð var opnuð 30. júní og fyrsta holl lauk veiðum í dag 2. júlí.  Vatnsstaða árinnar er með besta móti og veiðiveður gott.  Opnunarhollið veiddi 5 laxa – allt vel haldinn smálax 55-66 cm. langa.  Þeir staðir sem gáfu fisk voru Neðsta fljót, Hellufljót, Ármótastrengur og Eirkvörn.  

Félagsskírteini send út

Félagsskírteini verða send í pósti næstu daga.

Félagsmenn SVFA geta veitt án endurgjalds í eftirfarandi vötnum gegn framvísun félagsskírteinis. Börn í fylgd með félagsmanni veiða einnig frítt.

Geitabergsvatni, Svínadal
Þórisstaðavatni, Svínadal
Eyrarvatni, Svínadal
Fremstavatni – Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)
Miðvatni – Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)
Neðstavatni– Ljáskógum (við Fáskrúð – Dölum)

Óseld leyfi

Upplýsingar um óseld leyfi má finna hér.

Reynt er að uppfæra jafnt og þétt en nauðsynlegt er að hafa samband til að athuga með laus leyfi ef áhugi er á ákveðnum dögum.

Tilkynning um söludag veiðileyfa 2018

Söludagur veiðileyfa félagsins verður laugardaginn 13. janúar og fer fram í Stúkuhúsinu, Safnasvæðinu að Görðum (við hlið Safnaskálans/Garðakaffi).

Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag

Verðská verður send félagsmönnum í pósti næstu daga.

 

Tilkynning um Aðalfund 2018

Tilkynning um aðalfund Stangaveiðifélags Akraness árið 2018.

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.
Stúkuhúsinu, Safnasvæðinu Görðum – Akranesi.

Fundarefni:

  1. Venjuleg aðalfundastörf
  2. Tillaga að lagabreytingu sjá hlekk inn á skjal
  3. Önnur mál.

Stjórn S.V.F.A.

 

Lokatölur – Fáskrúð 2017

Veiði lauk í Fáskrúð 30. september.
209 laxar eru skráðir í veiðibókina þetta árið miðað við 220 fiska í fyrra.

Líkt og í fyrra veiddust flestir fiskar í september eða 99 laxar, í ágúst 54 laxar og 56 laxar í júlí.  Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina.

IMG_0590[1]
veitt í Neðri Stapakvörn

IMG_0586[1]

Lax þreyttur í Efri streng.