Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Lausir dagar í Fáskrúð.

Enn þá eru nokkrir lausir dagar í Fáskrúð.

Fáskrúð:

4-6. september 2 stangir (seldar saman) 47,500 verð pr. stöng á dag,
samtals hollið 190.000

8-10. september 2 stangir (seldar saman) 47,500 verð pr. stöng á dag,
samtals hollið 190.000

16-18. sept. 2 stangir (seldar saman) 37,500 verð pr. stöng á dag,
samtals hollið 150.000

26-28. sept. 2 stangir (seldar saman) 29.500 verð pr. stöng á dag,
samtals hollið 118.000

Related Images:

Fjör í Andakílnum, lúsugir fiskar !

Nú þegar mánuður er eftir af tímabilinu eru menn enn að setja í lúsuga fiska í Andakíl !

Holl sem lauk veiðum á hádegi á þriðjudag landaði 5 löxum og tveir af þeim voru lúsgir.

Fiskarnir komu úr nr. fjögur, nr.6 og úr flundrugarði.
Frábært vatn er í ánni og hellingur af fiski.

Bókaðir laxar úr ánni eru nú 279 talsins.

Miðað við veðurspá næstu daga þá er ekki útlit fyrir að vatn fari minnkandi,
þannig að framundan er bara veisla !!

Related Images:

Góðar fréttir af Fáskrúð

Þrjú síðustu holl sem hafa verið við veiðar í Fáskrúð hafa fengið samtals 28 laxa.

Fyrsta af þeim fékk 10 laxa við erfiðar aðstæður, sól og lítið vatn.

Næsta holl fékk 4 laxa við ágætis aðstæður.

Síðasta holl fékk 14 laxa við frábærar aðstæður,  sérstaklega síðasta daginn.

Flestir hafa komið úr Hellufljóti en annars mjög dreifð veiði.

Related Images:

Nýjustu tölur úr Andakílsá og Fáskrúð

Enn þá eru nokkrir lausir dagar í Andakílsá og Fáskrúð.

Þeir eru eftirfarandi.

Andakílsá

10-11 september.

19. september.

23. september.

Fáskrúð

4-6 september.

8-10 september.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Búa S:820-6318 bui.orlygsson@gmail.com

eða Skúla S:895-2282 skuli@practica.is

Related Images:

Nýjustu tölur úr Andakílsá.

Holl sem lauk veiðum á hádegi í dag 7. ágúst fékk 21 lax og eru þá komnir 221 laxar uppúr Andakílsá.

Mjög mikið líf er í ánni að sögn veiðimanna og voru þessir fiskar að fást á víð og dreif,

flestir komu þó úr nr.6 en einnig voru Volti, nr.3, nr.4 og Sleifakvarnir að gefa fiska.

Þetta eru glæsilegar tölur og enn nóg eftir af veiðitímanum.

Enn er hægt að fá daga í september en þeim fer ört fækkandi.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Búa S:820-6318 bui.orlygsson@gmail.com

eða Skúla S:895-2282 skuli@practica.is

Related Images:

Mjög góður gangur í Fáskrúð.

Holl sem var við veiðar í Fáskrúð frá 30-1 ágúst landaði 7 löxum.

Aðstæður voru frekar kuldalegar en norðan hávaðarok og kuldi settu strik í reikninginn.

Fiskarnir komu úr Hellu, Eirkvörn, Neðri Stapa og Stebbastreng, menn urðu einnig varir við fisk víðar í ánni.

Fáskrúð er nú komin í 118 laxa og útlitið er mjög gott.

Bendum við mönnum á áhugaverða daga til sölu í september.

Miðað við fiskgegnd þá verður þetta bara veisla !!

Related Images:

Góð byrjun í Fáskrúð

Opnunhollið sem er við veiðar í Fáskrúð helgina 7 – 9. júlí hefur

veitt 5 laxa laugardag og sunnudag.

Þeir hafa komið úr Hellufljóti, Viðbjóði, Stebbastreng, Efri-brúarstreng og Neðri-stapa.

Allir laxarnir fengust á flugu.

Þessum löxum var sleppt en veiðimenn settu sér það markmið í upphafi vaktar að veiða alla á flugu og sleppa öllum löxum.

Related Images: