Fjör í Andakílnum, lúsugir fiskar !

Nú þegar mánuður er eftir af tímabilinu eru menn enn að setja í lúsuga fiska í Andakíl !

Holl sem lauk veiðum á hádegi á þriðjudag landaði 5 löxum og tveir af þeim voru lúsgir.

Fiskarnir komu úr nr. fjögur, nr.6 og úr flundrugarði.
Frábært vatn er í ánni og hellingur af fiski.

Bókaðir laxar úr ánni eru nú 279 talsins.

Miðað við veðurspá næstu daga þá er ekki útlit fyrir að vatn fari minnkandi,
þannig að framundan er bara veisla !!