Mjög góður gangur í Fáskrúð.

Holl sem var við veiðar í Fáskrúð frá 30-1 ágúst landaði 7 löxum.

Aðstæður voru frekar kuldalegar en norðan hávaðarok og kuldi settu strik í reikninginn.

Fiskarnir komu úr Hellu, Eirkvörn, Neðri Stapa og Stebbastreng, menn urðu einnig varir við fisk víðar í ánni.

Fáskrúð er nú komin í 118 laxa og útlitið er mjög gott.

Bendum við mönnum á áhugaverða daga til sölu í september.

Miðað við fiskgegnd þá verður þetta bara veisla !!