Nýjustu tölur úr Andakílsá.

Holl sem lauk veiðum á hádegi í dag 7. ágúst fékk 21 lax og eru þá komnir 221 laxar uppúr Andakílsá.

Mjög mikið líf er í ánni að sögn veiðimanna og voru þessir fiskar að fást á víð og dreif,

flestir komu þó úr nr.6 en einnig voru Volti, nr.3, nr.4 og Sleifakvarnir að gefa fiska.

Þetta eru glæsilegar tölur og enn nóg eftir af veiðitímanum.

Enn er hægt að fá daga í september en þeim fer ört fækkandi.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Búa S:820-6318 bui.orlygsson@gmail.com

eða Skúla S:895-2282 skuli@practica.is