Aflatölur úr Fáskrúð og Andakíl

Á hádegi í gær fengum við þær fréttir að Fáskrúð væri komin í 220 laxa. Holl sem þá lauk veiðum var með 13 laxa, sem sagt ennþá fínasti gangur í dölunum.

Við fengum einnig fréttir af Andakílsá í vikunni. Þar eru menn enn að slíta upp fiska þó eitthvað hafi örlítið hægt á því. Hún var þá komin í 301 lax.