Veiðimenn sem þekkja Fáskrúð eins og handabakið á sér gerðu góða ferð í Dalina um mánaðarmótin ágúst/september. Náðu þeir 12 löxum á 2 dögum þar af einum lúsugum en óslegnum úr Hellufljótinu. Fiskarinir voru að veiðast um alla á og lax á öllum helstu stöðum. Þegar þeir yfirgáfu svæðið 2. september stóð veiðibókin í 135 löxum. Um sömu mánaðarmót í fyrra var veiðin komin í 195 laxa. Vatnsbúskapur í Dölunum er búinn að hafa veruleg áhrif á veiðina í ágústmánuði en það er mál veiðimanna að fiskmagn sé í góðu meðallagi.